Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 DVD-VOD-hluti | Page 23

Heiða Þrátt fyrir allt er lífið gott Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi Svisslendinga og um leið eitt þekktasta bókmenntaverk allra tíma. Sögunni hefur oftar en tölu verður á komið verið gerð skil í bíómyndum, sjónvarpsþáttum og teiknimyndum, en þessi nýjasta mynd um ævintýri þessarar brosmildu, kátu og snjöllu stúlku þykir slá allar aðrar kvikmyndaútgáfur sögunnar út í gæðum. Myndin, sem kemur út á DVD-diski og á VOD-leigunum 31. ágúst, er sannur gleðigjafi sem hentar að sjálfsögðu afbragðs vel fyrir áhorfendur á öllum aldri, enda er boðskapurinn sígildur og góður. Heiða Fjölskyldumynd DVD VOD 111 mín Aðalhlutverk: Anuk Steffen, Bruno Ganz, Anna Schinz, Lilian Naef, Peter Jecklin, Christoph Gaugler, Quirin Agrippi og Isabelle Ottmann Leikstjórn: Alain Gsponer Útgefandi: Myndform 31. ágúst Punktar .................................................... Heiða er talsett á íslensku þannig að yngstu áhorfendurnir fái notið hennar til fulls og eru helstu íslensku leikararnir þau Vaka Vigfúsdóttir, Íris Tanja Flygenring, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson (Laddi), Orri Huginn Ágústsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Viktor Már Bjarnason, en leikstjóri talsetningar var Tómas Freyr Hjaltason. l l Myndin er vinsælasta og tekjuhæsta svissneska mynd allra tíma enda þykir hún ákaflega góð, vel gerð og leikin, og hlaut þess utan fjölmörg verðlaun sem besta barna- og fjölskyldumynd ársins 2015. Leikstjóri myndarinnar, Alain Gsponer, ásamt þremur af aðalleikur- unum, Anuk Steffen sem leikur Heiðu, Bruno Ganz sem leikur afa hennar og Quirin Agrippi sem leikur Pétur. Við vitum ekki hvað geit- in heitir en hún er í aukahlutverki ásamt mörgum öðrum dýrum. Það er alltaf stutt í brosið þegar Heiða er annars vegar. Myndir mánaðarins 23