Vinsælustu leigumyndirnar
1 |
2 |
Þeir sem vilja sjá fjölskylduvænar , litríkar , fyndnar , viðburðaríkar , hraðar og umfram allt stórskemmtilegar myndir ættu alls ekki að láta Lego Batman-myndina fram hjá sér fara því hún uppfyllir einfaldlega allar þessar væntingar – og gott betur . Myndin er talsett á íslensku svo þau yngri geti notið hennar líka .
Kubbamynd
|
3 |
Vaiana er sextán ára gömul dóttir ættbálkshöfðingjans á eyjunni Motunui sem er valin af hafinu sjálfu til að leggja upp í sannkallaða ævintýraferð ásamt hálfguðinum Maui í leit að dularfullri eyju , en þar á að búa máttur sem getur aflétt álögum sem með tíð og tíma myndu annars gera út af við Motunui og þá um leið fjölskyldu og vini Vaiönu . Myndin er fyndin , viðburðarík og spennandi auk þess að innihalda grípandi lög sem lifa lengi í minningu áhorfenda .
Teiknimynd
Vaiana
4
The Lego Batman Movie
Hópur her- og vísindamanna er sendur í könnunarleiðangur til dularfullrar eyju í miðju Kyrrahafinu sem talin er luma á miklum verðmætum . Það reynist rétt en þau verðmæti eru hins vegar af allt öðrum toga en nokkurn gat grunað . Sannkölluð ævintýramynd með toppleikurum í öllum hlutverkum .
Ævintýri
Kong : Skull Island
5
Lauflétt og fyndin mynd um mótorhjólalöggurnar Jon og Frank sem gera lítið annað í vinnunni en að leika sér . Það breytist hins vegar þegar vel skipulagt þjófagengi fer að gera vart við sig á götunum og í ljós kemur að sennilega er höfuðpaurinn innanbúðarmaður í lögreglunni . Við því þarf að bregðast strax .
Gamanmynd
Leigumorðinginn John Wick , sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni um hann , þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni gamals félaga og takast á við hættulega morðingja alþjóðlegs glæpaog njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm . Hasar og spenna frá upphafi til enda með Keanu Reeves í hörkustuði .
Hasarmynd
CHiPs
John Wick : Chapter 2
6
The Great Wall
Stórmyndin The Great Wall er hrein og tær skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem kunna að meta spennandi og viðburðarík ævintýri og vísindaskáldsögur enda var ekkert til sparað til að gera hana sem allra best úr garði . Sagan gerist fyrr á öldum og segir frá æsilegum bardaga manna við forn og ógnvekjandi skrímsli .
7
The Zookeeper ’ s Wife
Sönn saga Zabinski-hjónanna sem ráku dýragarðinn í Varsjá þegar Þjóðverjar hertóku landið árið 1939 . Af ótrúlegu hugrekki og útsjónarsemi tókst hjónunum að breyta dýragarðinum í felustað fyrir gyðinga , beint fyrir framan nefið á hernámsliðinu . Þetta er afar vel leikin mynd og mjög áhrifamikil .
Ævintýri Sannsögulegt Ævintýri
8
Power Rangers
Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi . Í framhaldinu lenda þau í æsilegri baráttu við ill öfl sem nornin Rita Repulsa leiðir .
Get Out
Fifty Shades Darker
Manchester By the Sea er ein af bestu myndum ársins 2016 . Hún segir frá Lee Chandler sem í kjölfar skelfilegs atburðar hefur nánast dregið sig í hlé frá umheiminum . Þegar hann síðan stendur frammi fyrir ábyrgð sem hann getur hvorki hafnað né höndlað má segja að hann þurfi að endurmeta allt sitt líf .
Get Out er að margra mati ein af bestu myndum ársins 2017 hingað til . Sagan byrjar á léttum og fyndnum nótum en þróast síðan út í dularfulla og æsispennandi atburðarás sem kemur áhorfendum gersamlega í opna skjöldu . Mynd sem enginn sannur kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara .
Fifty Shades Darker er framhald sögunnar um ástarsamband Anastasíu Steele og Christians Grey og hefst aðeins nokkrum dögum eftir að fyrri myndinni lauk með sambandsslitum . Við þau er Christian afar ósáttur og biðlar nú til Anastasíu að halda áfram að hitta sig , en nú á hennar forsendum .
9
Drama
10
Spennumynd
11
Rómantík
Aulinn ég 2 Syngdu
Sleepless
12
Gru og dætur hans lenda hér ásamt skósveinunum litlu og fyndnu í miklu ævintýri þegar stórhættulegur glæpon fer á stjá og breytir skósveinunum í óargadýr sem ráðast á alla . Til að bjarga þeim úr álögunum þarf Gru ekki bara að finna móteitur heldur ráða niðurlögum glæponsins í eitt skipti fyrir öll .
Teiknimynd
13
Syngdu er nýjasta myndin frá teiknimyndafyrirtækinu Illumination sem stóð að baki myndunum um Gru og litlu gulu skósveinana . Eins og í þeim er það húmorinn sem er hér í fyrirrúmi en í myndinni er líka að finna mörg heimsfræg lög sem allir þekkja . Þetta er úrvalsskemmtun fyrir alla fjölskylduna .
Teiknimynd
14
Vincent Down er lögreglumaður sem leikur tveimur skjöldum . Annars vegar blandar hann sér inn í hóp spilltra lögreglumanna sem stela bæði fé og eiturlyfjum og hins vegar er hann útsendari innra eftirlits lögreglunnar og á að uppræta spillinguna frá rótum . En þetta er hættulegur leikur .
Hasarmynd
Tröll In a Valley of Violence
Fist Fight
Tröll , sem er byggð í kringum alþekktar tröllafígúrur sem Daninn Thomas Dam skapaði og setti á markað árið 1958 , er litríkt ævintýri þar sem húmor , fjöri , tónlist , dansi , rómantík og hæfilegri spennu er blandað saman á afar skemmtilegan hátt svo úr verður hin besta skemmtun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri .
Ethan Hawke og John Travolta leika aðalhlutverkin í þessum skemmtilega vestra þar sem tiltölulega lítilfjörlegur árekstur tveggja manna á bar í litlum bæ leiðir smám saman til allsherjar uppgjörs . Myndin hefur fengið mjög góða dóma margra gagnrýnenda og er full af húmor í bland við grafalvarlegt ofbeldið .
Eftir að Andy Campbell verður það á að láta reka samkennara sinn Ron Strickland úr starfi skorar Ron hann á hólm í hnefabardaga á skólalóðinni eftir skóla , fyrir framan nemendur , samstarfsfólk og aðra þá sem hafa áhuga á að sjá mann laminn í spað því Andy kann nákvæmlega ekkert að berjast . Stórfín gamanmynd .
15
Teiknimynd
16
Vestri
17
Gamanmynd
Split
Kevin er haldinn er alvarlegri persónuleikaröskun en innra með honum búa a . m . k . 23 mismunandi persónur sem koma fram þegar þeim hentar . Þegar ein af þessum persónum rænir þremur stúlkum og lokar þær inni hefst atburðarás sem enginn getur getið sér til um hvernig fer – né hvernig hún endar !
Why Him ?
Þegar Ned Fleming hittir manninn sem dóttir hans elskar verður honum ekki um sel því þótt tengdasonurinn tilvonandi sé flugríkur og fjallhress milljónamæringur sem segist elska dóttur hans er hann um leið týpa sem Ned kann alls ekki að meta . Ned ákveður því að koma í veg fyrir að af brúðkaupinu verði . Frábær gamanmynd .
18 19
20
Tryllir Gamanmynd Teiknimynd
Storkar
Eins og allir vita eru storkar hættir að koma með börnin og sendast nú með alls konar vörur þess í stað . Dag einn ýtir hins vegar storkurinn Júníor á rangan takka og framleiðir óvart litla stúlku sem hann verður nú að koma til einhverra foreldra ! Stórskemmtileg og bráðfyndin teiknimynd fyrir alla fjölskylduna .
24 Myndir mánaðarins