Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 29

Heal the Living – Heiða Eitt leiðir af öðru Þegar hræðilegt slys verður til þess að svipta hinn unga Símon lífinu kemur sú spurning upp hvort hann hefði verið tilbúinn að gefa öðrum líffæri sín. Heal the Living er gríðarlega áhrifamikil mynd þar sem tekið er á viðkvæmu mál- efni af mikilli dýpt og þekkingu. Eftir að ljóst er orðið að Símon mun aldrei aftur vakna til lífsins þurfa foreldrar hans að gera það upp við sig á einum sólarhring hvort þeir ætli að lifa í voninni eða láta dauða sonar síns verða öðrum til góðs ... Punktar ............................................................................................ HHHHH - The Telegraph HHHHH - Variety HHHHH - RogerEbert.com HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Screen Int. HHHH 1/2 - Village Voice HHHH - Hollywood Reporter HHHH - CineVue HHHH 1/2 - Time Out Myndin er byggð á verðlaunaskáldsögunni Réparer les vivants eftir Maylis de Kerangal sem kom út árið 2013 og er meistaraverk að mati flestra sem lesið hafa. l 111 VOD mín Aðalhl.: Tahar Rahim, Emmanuelle Seigner, Anne Dorval og Bouli Lanners Leikstj.: Katell Quillévéré Útgef.: Myndform Drama 28. september Um leið og foreldrar Símonar syrgja hann standa þeir frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss- neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881. Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar. Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið. Punktar ........................................................................................... Þessi útgáfa inniheldur þætti 37 til 39 í seríunni en fyrri þættirnir, þættir 1 til 32, ættu flestir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. l VOD 87 mín Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi: Myndform Barnaefni 28. september Teiknimyndaþættirnir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir. Myndir mánaðarins 29