Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 30
Hefurðu séð þessar?
Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum
30
Rampage Overboard Ready Player One
George er albínó-górilla í eigu dýrafræð-
ingsins Davis Okoye sem jafnframt er
hans besti vinur enda hefur myndast á
milli þeirra einstakt vináttusamband. En
þegar George veikist af einhverjum
ókunnum sjúkdómi sem veldur ofsavexti
og miklum skapsveiflum byrja hlutirnir
heldur betur að fara úr böndunum. Gamanmyndin Overboard segir frá því að
þegar hrokafulli milljónamæringurinn
Leonardo fellur drukkinn fyrir borð af
snekkju sinni og skolar síðan minnis-
lausum í land ákveður fyrrverandi ræsti-
tæknir hans, Kate, að nýta sér minnisleysi
hans og telja honum trú um að þau tvö
séu hjón! Skemmtilegur farsi fyrir alla. Ready Player One er nýjasta mynd
Stevens Spielberg en hún er gerð eftir
geysivinsælli verðlauna- og metsölubók
Ernest Cline. Þetta er einstaklega frum-
legt og viðburðaríkt ævintýri og vísinda-
skáldsaga sem gerist að mestu í hinni
stórfenglegu tölvuveröld Oasis þar sem
fjölmargir þekktir karakterar búa.
Ævintýri/hasar Gamanmynd Spenna/hasar
Blockers Andið eðlilega Coco
Blockers þykir afar fyndin og skemmtileg
mynd en hún segir frá þeim Lisu,
Mitchell og Hunter sem uppgötva að
dætur þeirra hafa bundist samkomulagi
um að missa meydóminn eftir útskrift-
arball menntaskólans og ákveða að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að koma
í veg fyrir að svo verði. Í Andið eðlilega er sögum tveggja ólíkra
kvenna fléttað saman, annars vegar
hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og hins
vegar ungrar íslenskrar konu sem hefur
störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkur-
flugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á
örlagastundu í lífi beggja og tengjast
þær óvæntum böndum. Coco er nítjánda mynd Pixar-teikni-
myndarisans í fullri lengd og er rómuð
sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til
þessa. Myndin hlaut bæði Golden
Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin sem
besta teiknimynd ársins auk þess sem
aðallag hennar, Remember Me, hlaut
Óskarinn sem besta kvikmyndalag ársins.
Gamanmynd Drama Ævintýri
Tully Game Night Ferdinand
Marlo er nýorðin móðir í þriðja sinn og er
alveg úrvinda af þreytu og svefnleysi því
fyrir utan umstangið í kringum nýfædda
barnið eru hin tvö börnin, fimm og átta
ára, líka þurftarfrek. Marlo líður eins og
hún sé komin fram á einhvers konar
bjargbrún í lífinu og við það að gefast
upp. En þá kemur Tully! Game Night er mjög fyndin og dálítið
svört kómedía í anda mynda eins og
Horrible Bosses- og Hangover-myndanna.
Þau Jason Bateman og Rachel McAdams
leika hjónin Max og Annie sem kemur
ekkert allt of vel saman nema þegar þau
sinna því sameiginlega áhugamáli að
fara í einhvern leik ásamt vinum sínum! Teiknimyndin um stóra, sterka en góð-
hjartaða nautið Ferdinand er frá þeim
sömu og gerðu Ísaldar- og Rio-myndirnar
og hefst þegar Ferdinand er bara lítill
kálfur. Þegar örlögin haga því svo að
Ferdinand er fyrir misskilning sendur til
Madridar til að berjast þarf hann að finna
leiðina heim áður en það er of seint.
Gamandrama Gamanmynd Ævintýri
Three Billboards Outside ... A Quiet Place Red Sparrow
Sjö mánuðum eftir að dóttir Mildred
Hayes var myrt þrýtur hana þolinmæðina
og grípur til sinna ráða til að fá
lögreglustjórann Bill Willoughby og
menn hans í smábænum Ebbing í
Missouri til að rannsaka