Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 27

Another Kind of Wedding – Disobedience
Bögglarnir og skammrifin
Þau Matthew og Louisa eru að fara að gifta sig og bæði fjölskyldur þeirra og vini drífur að til að vera viðstödd hina hátíðlegu stund . Þar á meðal er bróðir brúðgumans , Kurt , en hann glímir við það vandamál að vera fyrrverandi unnusti Louisu og er vægast sagt mjög ósáttur við ráðahaginn .
Það er stundum sagt að hver hafi sinn djöful að draga og það mætti vel heimfæra upp á persónur þessarar myndar því fyrir utan Kurt og brúðhjónin glíma nánast allir brúðkaupsgestirnir við eitthvað úr fortíðinni sem ekki hefur verið gert upp .
Um leið og hin persónulegu vandamál sem þau Matthew , Louisa og Kurt glíma við sín á milli fara að koma upp á yfirborðið byrja aðrir gestir einnig að rifja upp sín vandamál sem eru af ýmsum toga og öllum tegundum . Hvort þeim takist að leysa þau áður en presturinn kemur og athöfnin hefst kemur svo um síðir í ljós ...
VOD
86 mín
Aðalhl .: Jessica Kennedy , Kathleen Turner , Frances Fisher og Wallace Shawn Leikstj .: John Rogers Útg .: Sena
Gamandrama
27 . september
Aðalhlutverk : Rachel Weisz , Rachel McAdams og Alessandro Nivola Leikstjórn : Sebastián Lelio Útgefandi : Sena
Drama / rómantík
VOD
114 mín
27 . september
Wallace Shawn og Kathleen Turner eru á meðal brúðkaupsgesta sem Albert og Barbara .
Hverju vilt þú fórna ?
Ronit Krushka er ljósmyndari í New York sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Englandi þegar faðir hennar sem er rabbíni deyr , en hún hafði á sínum tíma yfirgefið strangtrúaðan söfnuðinn sem fjölskylda hennar tilheyrir enn .
Ronit ákveður að banka upp á hjá æskuvini sínum , Dovid , og kemst þá að því að hann er kvæntur æskuvinkonu þeirra beggja , Esti . Það sem Dovid veit hins vegar ekki er að ein af ástæðunum fyrir því að Ronit yfirgaf söfnuðinn var að hún og Esti áttu í forboðnu ástarsambandi sem gat ekki gengið lengur enda hefðu fjölskyldur þeirra snúið baki við þeim ef upp um þær hefði komist . En hvað gerist núna ?
Punktar ............................................................................................ HHHHH - S . F . Chronicle HHHH1 / 2 - Hollyw . Reporter HHHH - E . W . HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH - L . A . Times HHHH - The Guardian HHHH - Screen HHH1 / 2 - ReelViews HHH1 / 2 - Chicago Sun-Times
l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Naomi Alderman sem kom út árið 2006 og var hennar fyrsta bók , en Naomi er sennilega þekktust í dag fyrir bók sína The Power sem vann til fjölda bókmenntaverðlauna í fyrra og verður að öllum líkindum kvikmynduð fljótlega .
l Leikstjóri myndarinnar er hinn margverðlaunaði Sebastián Lelio sem gerði m . a . myndirnar A Fantastic Woman og Gloria . Disobedience er hans fyrsta mynd á ensku .
Rachel Weisz , Rachel McAdams og Alessandro Nivola leika aðalpersónurnar í Disobedience , þær Ronit , Esti og eiginmann þeirrar síðarnefndu , Dovid .
Myndir mánaðarins 27