Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 26
Adrift
Ekki missa vonina
Nýjasta mynd Baltasars Kormáks er byggð á sannri sögu þeirra
Tamiar Ashcraft og Richards Sharp sem hittust árið 1983 og
féllu hvort fyrir öðru. Nokkrum mánuðum síðar, eða í október
sama ár, tóku þau að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá
Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500
kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför.
Þau Tami og Richard voru bæði þaulvön siglingum og í upphafi var
ekkert sem benti til annars en að það yrði lítið mál fyrir þau að sigla
Hazana til San Diego. Þau gátu auðvitað ekki séð fyrir að á nítjánda
degi ferðarinnar myndu þau lenda í miðjum fellibylnum Raymond
sem í ofanálag varð öflugasti fellibylur ársins. Þegar þeim varð ljóst
í hvað stefndi reyndu þau að komast norður fyrir mesta vindinn en
allt kom fyrir ekki og þau lentu í miðju ofsaveðursins þar sem öld-
urnar eru taldar hafa risið upp í allt að 15 metra hæð ...
Adrift
Myndin segir sögu þeirra Tamiar og Richards allt frá því að þau hittast
fyrst nokkrum mánuðum áður en þau héldu í hina örlagaríku siglingu.
Sannsögulegt / Rómantík
DVD
96
VOD
mín
Punktar ....................................................
HHHHH - Observer HHHH - Guardian HHH 1/2 - R. Stone
HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - E.W.
HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - IndieWire HHH - H. Reporter
Aðalhlutverk: Shailene Woodley, Sam Claflin, Grace Palmer og
Jeffrey Thomas Leikstjórn: Baltasar Kormákur Útgefandi: Myndform
27. september
Sviðsstjóri Adrift var Heimir Sverrisson sem m.a. sviðsetti mynd-
irnar Eiðinn, Ég man þig, Varg og Borgríki. Stjórn kvikmyndatöku var
í höndum þrefalda Óskarsverðlaunahafans Roberts Richardson
(Platoon, JFK, The Aviator, Hugo, The Hateful Eight) og um klippingu
sá annar Óskarsverðlaunahafi, John Gilbert (Hacksaw Ridge). Tón-
listin er svo eftir Volker Bertelmann sem m.a. var tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir tónlistina í hinni áhrifaríku Lion. Og þá eru bara
fáir upptaldir af því fagfólki sem kom að gerð þessarar myndar.
l
Hér ræðast þau Shailene Woodley og Baltasar við fyrir tökur á
atriði myndarinnar sem gerist auðvitað að stórum hluta á sjó.
Veistu svarið?
Shailene Woodley hóf leikferilinn aðeins 8 ára að
aldri og er í uppáhaldi hjá mörgum eftir að hafa
sýnt og sannað hæfileika sína í ýmsum myndum á
undanförnum árum. Fyrir leik í hvaða mynd var hún
tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna árið 2012?
Eftir að hafa lent í hinum öfluga fellibyl mæddi það að öllu leyti á Tami
að sigla skútunni enda var Richard illa slasaður og gat sig hvergi hreyft.
The Descendants.
26
Myndir mánaðarins