Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 22
Life of the Party – Isle of Dogs
Aftur í skólann
Þegar eiginmaðurinn fer fram á skilnað ákveður Deanna að byrja upp á nýtt
í orðsins fyllstu merkingu og halda áfram í framhaldsskólanum sem hún
hætti í á sínum tíma fyrir hjónabandið og vegna þess að hún var ófrísk.
Grín og gaman og kostulegar uppákomur er það sem áhorfendur mega búast við
í þessari nýju mynd með gríndrottningunni Melissu McCarthy í aðalhlutverki. Hún
leikur hér konu sem er staðráðin í að láta skilnað við eiginmanninn verða til góðs
þrátt fyrir allt og innritar sig í sama skólann og hún var í þegar þau hittust á sínum
tíma og eignuðust dótturina Maddie. Þar á hún svo eftir að setja mark sitt á skóla-
lífið, enda býr hún að mikilli reynslu og þekkingu sem aðrir nemendur hafa ekki ...
Punktar ............................................................................................
HHH 1/2 - New York Post HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - E.W.
HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - Variety HHH - Chicago Tribune
Life of the Party er þriðja myndin
sem eiginmaður Melissu McCarthy,
Ben Falcone, leikstýrir með henni
í aðalhlutverki en hinar tvær voru
Tammy og The Boss. Þau skrifuðu einnig
handrit þessara mynda saman. Þess
má geta að Ben leikur einnig hlutverk
Uber-leigubílstjórans Dales í myndinni.
l
Tónlistarkonan Christina Aguilera
kemur fram í Life of the Party sem hún
sjálf og syngur eitt lag.
l
102
VOD
mín
Aðalhl.: Melissa McCarthy, Molly Gordon, Gillian Jacobs og Maya
Rudolph Leikstj.: Ben Falcone Útgef.: Síminn og Vodafone
Gamanmynd
24. september
Hermt er að foreldrar Deönnu í
myndinni séu byggðir á raunverulegum
foreldrum Melissu McCarthy, enda bera
þeir sömu nöfn, Michael og Sandy.
l
Það er hin fjallhressa Melissa McCarthy
sem leikur hina fja llhressu Deönnu.
Fylgdu þínum eigin reglum
Nýjasta mynd Wes Anderson (The Grand Budapest Hotel, Moonrise King-
dom, Rushmore) er meistaraverk sem allt kvikmyndaáhugafólk ætti að sjá.
Myndin gerist eftir 20 ár þegar hundaplága í borginni Megasaki í Japan leiðir til
þess að borgarstjórinn Kobayashi ákveður að banna alla hunda og lætur flytja þá
sem eru í borginni til Rusleyju þar sem þeirra bíður lítið annað en að veslast upp.
Þegar ungur piltur að nafni Atari kemur út í eyjuna í leit að hundinum sínum Spot
tekur atburðarásin ófyrirsjáanlega og óvænta stefnu sem á eftir að breyta öllu ...
Punktar ............................................................................................
HHHHH - Hollyw. Reporter HHHHH - N.Y. Magazine HHHH 1/2 - IGN
HHHH 1/2 - Entert. W. HHHH 1/2 - N.Y. Post HHHH 1/2 - Rolling Stone
HHHH - N.Y. Times HHHH - Empire HHHH - Variety HHHH - CineVue
HHHH - The Telegraph HHHH - Time Out HHHH - The Guardian
Fyrir utan þá Bryan Cranston,
Koyu Rankin og Edward Norton
sem nefndir eru í aðalhlutverkum
myndarinnar tala fjölmargir aðrir
þekktir leikarar fyrir persónur
myndarinnar og má þar nefna
Bill Murray, Jeff Goldblum, Gretu
Gerwig, Frances McDormand,
Scarlett Johansson, F. Murray
Abraham, Harvey Keitel, Tildu
Swinton, Ken Watanabe, Fisher
Stevens, Liev Schreiber, Courtney
B. Vance og Anjelicu Huston.
l
VOD
102
mín
Aðalhlutverk/talsetning: Bryan Cranston, Edward Norton og
Koyu Rankin Leikstj.: Wes Anderson Útg.: Síminn og Vodafone
Ævintýri
22
Myndir mánaðarins
27. september
Enskt nafn myndarinnar er orða-
leikur. Prófið að segja það hratt!
l
Höfundur myndarinnar, Wes Anderson, ásamt
mörgum af þeim persónum sem koma við sögu
í þessari skemmtilegu og frumlegu mynd .