Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 23

Book Club Það er aldrei of seint að byrja aftur Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karl- menn hefur orðið daufari og daufari. Hlutirnir breytast hins vegar snarlega þegar þær lesa hina erótísku bók Fifty Shades of Grey enda fyllir sagan þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni eins og hún gerðist best fyrr á árum. Book Club er lauflétt rómantísk gamanmynd þar sem átta af fyrrver- andi stórstjörnum bandarískra kvikmynda koma saman, þ.e. Jane Fonda, Candice Bergen, Diane Keaton og Mary Steenburgen sem leika vinkonurnar fjórar og þeir Andy Garcia, Craig T. Nelson, Don Johnson og Richard Dreyfuss sem leika karlana fjóra í lífi þeirra. Þótt vinkonurnar fjórar séu eftir lestur bókarinnar allar til í að end- urnýja kynni sín af ástinni þá er það auðvitað ekki nóg því karlarnir í lífi þeirra hafa ekki lesið hana og því þarf að kveikja í þeim á ein- hvern annan hátt. En hvernig í ósköpunum eiga þær að fara að því? Book Club Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol eru leiknar af þeim Diane Keaton, Candice Bergen, Jane Fonda og Mary Steenburgen. Gamanmynd / Rómantík DVD VOD 104 mín Aðalhlutverk: Diane Keaton, Jane Fonda, Candice Bergen, Mary Steenburgen, Andy Garcia, Craig T. Nelson, Don Johnson, Richard Dreyfuss, Ed Begley Jr. og Alicia Silverstone Leikstjórn: Bill Holder- man Útgefandi: Sena 27. september Punktar .................................................... HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Wash. Post HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - V. Voice HHH 1/2 - N.Y. Mag. Book Club er fyrsta mynd Bills Holderman sem leikstjóra en hann á að baki framleiðslu nokkurra mynda og er handritshöfundur einn- ar þeirra, A Walk in the Woods, sem var frumsýnd fyrir tveimur árum. Bill skrifaði einnig handritið að Book Club ásamt Erin Simms og þykir það í alla staði ákaflega vel heppnað, hnyttið og skemmtilegt. l Book Club hefur hlotið afar góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda sem kunna að meta fyndnar „feel good“-myndir. l Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem þau Diane Keaton og Andy Garcia leika hvort á móti öðru en það gerðu þau einnig í mynd sem var frumsýnd 1990 og var þriðji kaflinn í frægum þríleik. Hvaða? Hér eru þær Sharon og Diane (Candice Bergen og Diane Keaton) að horfa á eitthvað skemmtilegt en það er einmitt það sem þessi mynd er. The Godfather. Myndir mánaðarins 23