Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 21
The Journey – Hinrik hittir ...
Ferðalagið sem breytti sögunni
Í október árið 2006 var enn grunnt á því góða á milli fyrrverandi stríðandi
fylkinga á Norður-Írlandi og raunveruleg hætta á því að upp úr myndi sjóða
á ný. Við þá tilhugsun var ekki hægt að sætta sig og úr varð að leiðtogarnir
Ian Paisley og Martin McGuinness, sem höfðu verið svarnir andstæðingar
um áratugaskeið, hittust í fyrsta sinn við vægast sagt óvenjulegar aðstæður.
Í miðjum friðarviðræðum sem fram fóru í strandbænum St. Andrews í Skotlandi
ákvað Ian Paisley að skreppa til Írlands og fagna gullbrúðkaupi sínu og eigin-
konunnar. Ákveðið var að Martin myndi fylgja honum þannig að þeir gætu ræðst
við í fyrsta sinn augliti til auglitis. Þau samtöl áttu síðan eftir að breyta sögunni ...
Punktar ............................................................................................
HHH 1/2 - Village Voice HHH 1/2 - Screen Internat. HHH 1/2 - Variety
HHH - Los Angeles Times HHH - The New York Times HHH - Total Film
Þeir Ian Paisley og Martin McGuinness
voru 80 og 56 ára gamlir þegar þeir
fóru í hið mikilvæga og örlagaríka
ferðalag sem fjallað er um í myndinni.
Ian lést síðan í september 2014 og
Martin í mars 2017.
l
Í myndinni koma fram nokkrar aðrar
þekktar persónur úr breskum og írskum
stjórnmálum þess tíma sem hún gerist
á, þ. á m. Tony Blair og Jerry Adams.
l
102
VOD
mín
Aðalhlutverk: Timothy Spall, Colm Meaney, John Hurt og
Toby Stephens Leikstjórn: Nick Hamm Útgef.: Myndform
Sannsögulegt
21. september
John Hurt leikur hér Harry Patterson
og er þetta eitt af síðustu hlutverkunum
sem hann tók að sér, en hann lést sem
kunnugt er í janúar 2017, skömmu eftir
frumsýningu myndarinnar.
l
Timothy Spall og Colm Meaney leika þá
Ian Paisley og Martin McGuinness.
Fróðlegar teiknimyndir fyrir börn á leikskólaaldri
Hinrik er lítill drengur sem eins og aðrir á
hans aldri er forvitinn um allt og duglegur við
að spyrja spurninga. Það kemur sér því vel að
á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja
nýja persónu sem getur svalað forvitni hans.
Teiknimyndaþættirnir um Hinrik hafa notið mik-
illa vinsælda á sjónvarpsstöðvum, þ. á m. á RÚV. Í
þessum þáttum geta allir talað, bæði dýr, jurtir og
hlutir og það nýtir Hinrik sér til að spyrja þeirra
spurninga sem hann vill fá svör við. Á hverjum
degi hittir hann einhvern til að tala við og útkoman
er alltaf fróðlegt samtal sem svalar forvitni hans.
Þessi fjórða VOD-útgáfa inniheldur sex þætti serí-
unnar, en þær fyrri komu út í mars, júní og júlí.
VOD
35
mín
Teiknimyndir um hann Hinrik sem hittir nýjar persónur á
hverjum degi Útgefandi: Myndform
Barnaefni
21. september
Myndir mánaðarins
21