Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 20

Lady Macbeth – Spoor
Aðalhlutv : Florence Pugh , Cosmo Jarvis , Paul Hilton og Naomi Ackie Leikstjórn : William Oldroyd Útgefandi : Myndform
Drama / glæpasaga
VOD
90 mín
21 . september
Morð leysa málin
Frábær mynd um unga konu , Katherine , sem seld er í ástlaust hjónaband um miðja nítjándu öld en finnur að lokum leiðir til að snúa öllum málum sér í vil .
Það er best að taka það fram til að forðast misskilning að þrátt fyrir nafnið á sagan í þessari mynd ekkert skylt við leikverk Shakespeares heldur er hér frekar verið að vísa í að aðalpersónan , Katherine , er ekki öll þar sem hún er séð . Segja má að sagan byrji sem dæmigert breskt stéttardrama , þróist út í eldheita rómantík og síðan í glæpasögu sem Hitchcock hefði orðið stoltur af . Ekki missa af henni !
Punktar ............................................................................................ HHHHH - Washington Post HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHH1 / 2 - Screen Int . HHHH1 / 2 - Variety HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH - IndieWire HHHH - Los Angeles Times HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Tim Out l Lady Macbeth hefur hlotið afar góða dóma og fjölmörg verðlaun . Hún var m . a . tilnefnd til fimmtán verðlauna á Óháðu bresku kvikmyndahátíðinni og hlaut fern , fyrir besta handrit , bestu kvikmyndatöku , bestu búninga og fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna . Hún var einnig tilnefnd til tvennra BAFTA-verðlauna , fyrir bestu frumraun leikstjóra og sem besta mynd ársins .
l Handrit myndarinnar , sem er eftir Alice Birch , er að hluta til byggt á sögu rússneska rithöfundarins Nikolais Leskov , Lady Macbeth of Mtsensk , sem kom upphaflega út árið 1865 .
Hin tvítuga Florence Pugh hefur hlotið frábæra dóma fyrir leik sinn í myndinni .
Hver er morðinginn ?
Spoor gerist í hinum afskekkta Kłodzko-dal í suðvestur Póllandi þar sem nokkrir veiðimenn falla fyrir dularfullum morðingja . Janina Duszejko , sem er einn af íbúum dalsins , telur sig vita hver morðinginn er – en er ekki trúað .
Þessi magnþrungna mynd er gerð eftir skáldsögu pólska rithöfundarins Olgu Tokarczuk sem kom út árið 2009 og nefnist Prowadź swój pług przez kości umarłych á frummálinu en Drive Your Plow over the Bones of the Dead í enskri þýðingu . Hér er um að ræða mynd fyrir fólk sem kann að meta dularfullar sakamálasögur .
Punktar ............................................................................................ HHHH - IndieWire HHHH - Screen HHH - The Hollywood Reporter l Myndin , sem nefnist Pokot á frummálinu , hefur hlotið fjölmörg verðlaun á kvikmyndahátíðum , þ . á m . Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra . Hún var enn fremur framlag Pólverja til Óskarsverðlaunanna í ár .
VOD
128 mín
Aðalhlutverk : Agnieszka Mandat , Wiktor Zborowski og Miroslav Krobot Leikstjórn : Agnieszka Holland Útg .: Myndform
Drama / ráðgáta
21 . september
Agnieszka Mandat og Miroslav Krobot í hlutverkum sínum í Spoor .
20 Myndir mánaðarins