Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 19
Lake Placid: Legacy – Kanínuskólinn
Ekki reikna með miskunn
Þegar nokkur ævintýragjörn ungmenni uppgötva fyrir tilviljun stöðuvatn
sem virðist hafa verið afmáð af kortum og kyrfilega afgirt fyllast þau
forvitni og ákveða að skoða hvað vatnið og umhverfi þess hefur að geyma.
Krókódíllinn risastóri sem kvikmyndaáhugafólk kynntist fyrst árið 1999 í mynd-
inni Lake Placid lifir enn og er eins og áður sísvangur. Hann á því væntanlega eftir
að fagna komu ungmennanna forvitnu sem hafa ekki hugmynd um út í hvað þau
eru komin fyrr en það er orðið of seint. Nær eitthvert þeirra að lifa ævintýrið af?
Punktar ............................................................................................
Þótt Lake Placid: Legacy sé í raun sjötta myndin sem byggð er á sögunni um krókó-
dílinn risavaxna í Placid-vatni þá gerir sagan í henni ekki ráð fyrir að atburðirnir í
myndum tvö til fimm hafi átt sér stað heldur bara það sem gerðist í fyrstu mynd-
inni árið 1999. Þetta er með öðrum orðum annar kafli sögunnar upp á nýtt.
l
90
VOD
mín
Aðalhl.: Katherine Barrell, Tim Rozon, Luke Newton og Sai
Bennett Leikstjórn: Darrell Roodt Útgefandi: Sena
Tryllir
20. september
Hluti ungmennanna sem fara inn á yfirráðasvæði krókódílsins. Sleppa þau út aftur?
Gætum hins gullna eggs!
Stórskemmtileg teiknimynd um kanínustrákinn Max sem fyrir mikla tilvilj-
un finnur leynilegan kanínuskóla þar sem hann á eftir að læra ýmsa galdra.
Kanínuskólinn er byggð á samnefndri teiknimyndabók
þeirra Fritz Koch-Gotha og Alberts Sixtus sem kom
upphaflega út árið 1924 og er fyrir löngu orðin sígild í
heimalandinu, Þýskalandi. Kanínuskólinn er enginn
venjulegur skóli heldur læra kanínurnar þar að verða
páskakanínur sem skreyta egg og fela þau fyrir mann-
fólkinu sem leitar þeirra á páskum. Þær gegna einnig
því hlutverki að gæta hins gullna eggs sem er nokkurs
konar fjöregg páskakanínanna og gráðugir refir reyna í
sífellu að komast yfir. Það má þeim alls ekki takast!
Punktar ............................................................................................
Kanínuskólinn var valin besta teiknimyndin á kvikmyndahátíðunum í Zürich og
München og tilnefnd sem besta barnamyndin 2017 á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
l
DVD
VOD
93
mín
Teiknimynd um ævintýri kanínustráksins Max og félaga
hans í kanínuskólanum Íslenskt tal Útgefandi: Myndform
Barnaefni
21. september
Myndir mánaðarins
19