Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 18

Deadpool 2 Ofurhetjur / Hasar / Grín
Deadpool 2
Endurkoma ársins !
Fyrsta Deadpool-myndin sem var frumsýnd sumarið 2016 naut mikilla vinsælda enda bráðskemmtileg í alla staði , hröð og fyndin . Þá þegar var alveg ljóst að von væri á fleiri myndum um þennan sjálfskipaða bjargvætt og þann 20 . september er komið að útgáfu myndar 2 á DVD , BluRay og á VOD-leigunum .
Já , Wade Wilson , öðru nafni Deadpool , er mættur til leiks á ný eins og hann byrjaði strax að boða eftir síðustu heimsókn . Í þetta sinn glímir hann m . a . við hinn öfluga tímaferðalang Nathan Summers , en sá er betur þekktur sem hálfvélmennið Cable og er leikinn af Josh Brolin . Cable er kominn úr framtíðinni til að gera út af við ungan dreng , Russell Collins , sem er einn af X-fólkinu og á í framtíðinni eftir að gera Cable skráveifu – en það er einmitt það sem Cable vill koma í veg fyrir að gerist . Deadpool skerst í leikinn en uppgötvar fljótlega að baráttan við Cable er bara forsmekkurinn af því sem koma skal , svo ekki sé meira sagt . Það á því eftir að koma sér vel fyrir hann að eiga félaga sem geta hjálpað til í stöðunni ...

Deadpool 2 Ofurhetjur / Hasar / Grín

DVD
VOD
Aðalhlutverk : Ryan Reynolds , Josh Brolin , Zazie Beetz , T . J . Miller , Terry Crews , Eddie Marsan , Bill Skarsgård , Morena Baccarin , Julian Dennison og Shioli Kutsuna Leikstjórn : David Leitch Útgefendur : Sena og Síminn og Vodafone
118 mín
Sem fyrr nýtur Wade Wilson / Deadpool aðstoðar vinar síns Weasels við úrlausn hinna ýmsu mála en þeir félagar deila líka svipuðum húmor .
Punktar ....................................................
HHHHH - Washington Post HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH1 / 2 - R . Stone HHHH - CineVue HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Hollyw . Reporter HHHH - IGN
20 . september l Leikstjóri Deadpool 2 er David Leitch sem síðast sendi frá sér myndina Atomic Blonde en hann á einnig langan feril að baki sem áhættuleikari og sem aðstoðarleikstjóri mynda eins og John Wick , Jurassic World , Captain America : Civil War og The Wolverine . Handritshöfundar eru hins vegar þeir sömu og síðast , Rhett Reese og Paul Wernick , auk Ryans Reynolds sem er meðhöfundur þess .
Margar nýjar persónur koma við sögu í Deadpool 2 sem voru ekki í fyrri myndinni og Domino , sem Zazie Beetz leikur , er ein af þeim .
Veistu svarið ? Það er ástralski leikarinn Julian Dennison sem fer með hlutverk hins unga Russells Collins en hann er einn af X-fólkinu og á með kröftum sínum eftir að valda miklum usla í framtíðinni sé hann ekki stöðvaður strax . En hvert er ofurhetjunafn Russells ?
Josh Brolin leikur hinn öfluga Nathan Summer , eða Cable , sem Deadpool á enga möguleika í upp á eigin spýtur . Eða hvað ?
18 Myndir mánaðarins
Firefist .