Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | 页面 17

Nina Forever – The Hurricane Heist Út yfir gröf og dauða Rob er ungur maður sem syrgir látna unnustu sína, Nínu, og hefur ekki náð sér heilum eftir dauða hennar. Dag einn kynnist hann annarri stúlku, Holly, en sá böggull fylgir sambandi þeirra að í hvert sinn sem þau elskast snýr Nína aftur frá dauðum, mjög ósátt við að Rob sé að halda fram hjá henni! Þessi frumlega mynd írsku bræðranna Bens og Chris Blaine hefur vakið mikla athygli en þeir blanda hér saman gríni, hrolli og ástardrama í vægast sagt sér- stakan kokteil. Um leið verður til ráðgáta, því hvernig fer maður að því að losna endanlega við látna ástvini sem finna ekki hvíldina handan við móðuna miklu? Til að byrja með ógnar endurkoma Nínu að sjálfsögðu sambandi þeirra Robs og Hollyar – eða allt þar til þau ákveða að gera allt til að flæma hana á brott ... Punktar ............................................................................................ HHHHH - CineVue HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - The Playlist HHHH - Guardian HHHH - Screen International HHH 1/2 - L.A. Times Nina Forever hefur hlotið fjölmörg verðlaun á kvikmyndahátíðum og góða dóma gagnrýnenda en hún er með 7,5 í meðaleinkunn á Metacritic og 9,7 á Rotten Tomatoes. Þess má og geta að Abigail Hardingham hlaut Óháðu bresku kvikmyndaverðlaunin sem besti nýliði ársins fyrir leik sinn í myndinni enda þykir hún sýna frábæra takta, ekki síður en Fiona O’Shaughnessy sem leikur Ninu og Cian Barry sem leikur Rob. l VOD 98 mín Aðalhl.: Fiona O’Shaughnessy, Abigail Hardingham og Cian Barry Leikstj.: Ben og Chris Blaine Útgefandi: Myndform Grín/drama/hrollur 14. september Myndin var að mestu leyti fjár- mögnuð í gegnum vefinn Kickstarter. l Þeir eru örugglega ekki margir sem þurfa að deila rúmi með draugi unnustu sinnar. Fokið í flest skjól Hópur þjófa skipuleggur viðamikið peningarán en um leið nálgast kraft- mesti fellibylur allra tíma ránsstaðinn og ógnar bæði þeim og lögreglunni. Þeir sem vilja sjá myndir þar sem spenna og hasar eru í fyrirrúmi ættu að leigja sér þessa mynd sem er nánast ein samfelld rússíbanareið frá upphafi til enda. Það er ekki nóg með að miskunnarlaust þjófagengið ætli sér að ræna 600 milljón dollurum úr sjálfum fjárgeymslum ríkisins og fremja þar með eitt stærsta rán í sögunni heldur er stormurinn sem nálgast einnig sá stærsti sem sögur fara af. Og þótt ránið sjálft heppnist eiga þjófarnir eftir að glíma við þann ofsa, svo og þeir lögreglumenn sem eru sendir til að stöðva þá áður en þeir sleppa út í buskann ... Punktar ............................................................................................ HHH - Empire HHH - Paste Magazine HHH - Los Angeles Times Leikstjóri myndarinnar, Rob Cohen, á margar þekktar myndir að baki, s.s. Dragon- Heart, Daylight, The Fast and the Furious, xXx, Alex Cross og The Boy Next Door. l VOD 103 mín Aðalhlutverk: Toby Kebbell, Maggie Grace, Ryan Kwanten og Ralph Ineson Leikstjórn: Rob Cohen Útg.: Myndform Spenna/hasar 14. september Toby Kebbell og Maggie Grace í hlutverkum sínum í The Hurricane Heist. Myndir mánaðarins 17