Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 16
A Horse Story – Nils Holgersson
Jafnvel hestar eiga sér drauma
Monica Radcliffe fær einn af draumum sínum uppfylltan þegar hún eignast
folald sem hún ákveður að nefna Champion. Hún verður svo meira en lítið
hissa þegar í ljós kemur að Champion talar og skilur mannamál og hefur
sínar eigin hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann er orðinn stór.
Fjölskyldumyndin A Horse Story er eftir John Rogers sem bæði leikstýrði og skrif-
aði handritið og leikur einnig eitt aukahlutverkið í myndinni.
Þótt það sé bara á vitorði Monicu að Champion geti talað þá vekur hann fljótlega
athygli fyrir aðra hæfileika sína og kemur víða við til að finna þeim hæfileikum
farveg, eins og t.d. að leika í bíómynd og prófa að vera sýningarhestur á hlýðni-
sýningu. En Champion á eins og aðrir á hans aldri ýmislegt ólært áður en hann
getur ákveðið endanlega í samvinnu við Monicu hvert lífsstarf hans verður ...
VOD
100
mín
Aðalhl.: Jackie R. Jacobson, Aaron Johnson Araza og Jesse
Bell Leikstjórn: John Rogers Útgefandi: Myndform
Fjölskyldumynd
14. september
Jackie R. Jacobson leikur hina ungu Monicu sem eignast hest sem talar mannamál!
Komdu með í ævintýraferð
Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á
bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf
sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni.
Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann
ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum
sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna
verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða fimmtu seríu útgáfunnar
sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti.
Punktar ............................................................................................
Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940)
gaf bókina um Nils Holgersson (Nils Holgerssons underbara
resa genom Sverige) út árið 1904, en hún var upphaflega
skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við
landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal
almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda
tungumála, þar á
meðal á íslensku
árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni
og hét þá Nilli Hólmgeirsson og
ævintýraför hans um Svíþjóð.
Sagan var svo lesin í útvarpinu
af Huldu Runólfsdóttur og naut
sá lestur ómældra vinsælda
landsman na á sínum tíma. Þess
má geta að Selma Lagerlöf varð
árið 1909 fyrsti Svíinn og um
leið fyrsta konan til að hljóta
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
l
VOD
90
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson
og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform
Barnaefni
16
Myndir mánaðarins
14. september