Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 15

Destined to Ride – Gemini Tækifærin eru alls staðar Lily Davidson verður fyrir miklum vonbrigðum þegar móðir hennar ákveð- ur að senda hana til sumardvalar hjá frænku þeirra, Glo, sem býr á afskekkt- um sveitabæ. En dvölin hjá Glo á eftir að bjóða Lily upp á glæný tækifæri til að láta til sín taka og sýna í eitt skipti fyrir öll hvað í henni býr. Destined to Ride er ljúf fjölskyldumynd eftir Önnu Elizabeth James sem gerði einnig myndina Emma’s Chance, en hún fjallaði líka um unga stúlku sem nær einstöku sambandi við hest. Í þessu tilfelli er það hestur að nafni Pistachio sem Lily fellur fyrir þrátt fyrir að hafa verið vöruð við að hann væri erfiður. En Lily veit sínu viti og nær trausti hestsins á skömmum tíma þótt sú vinna kosti hana vissu- lega nokkrar byltur. Þetta traust á eftir að koma sér vel þegar óprúttinn nágranni Glo byrjar að ógna henni og það kemur í hlut Lily og Pistachio að bjarga málunum ... Punktar ............................................................................................ l VOD Leikstjóri myndarinnar, Anna Elizabeth James, skrifaði einnig söguna og handritið. 102 mín Aðalhl.: Madeline Carroll, Denise Richards og Joey Law- rence Leikstj.: Anna Elizabeth James Útgefandi: Sena Fjölskyldumynd 13. september Einn af hápunktum myndarinnar eru spennandi kappreiðar sem Lily þarf að vinna. Hið augljósa er ekki alltaf svo augljóst Jill LeBeau er persónuleg aðstoðarkona leikkonunnar og stórstjörnunnar Heather Anderson sem þarf að þola stöðugt áreiti frá fjölmiðlum, sjálf- stæðum ljósmyndurum og aðdáendum. Nótt eina er Heather myrt heima hjá sér og um leið breytist líf Jill í martröð sem ætlar engan enda að taka. Hér er á ferðinni „neo noir“-ráðgáta sem hefur fengið fína dóma og er með 7,6 í meðaleinkunn frá þrjátíu gagnrýnendum á Metacritic. Eins og títt er um svona myndir er ekki allt sem sýnist og það kemur ekki síst í hlut áhorfenda að reyna að púsla saman vísbendingum og sjá sannleikann fyrir. Þeir áhorfendur sem gaman hafa af góðum og vel gerðum morð- og ráðgátum ættu hiklaust að kíkja á þessa. Punktar ............................................................................................ HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - Playlist HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Slant Magazine HHHH - Hollyw. Reporter HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - New York Times VOD 93 mín Aðalhlutverk: Lola Kirke, Zoë Kravitz, John Cho og Greta Lee Leikstjórn: Aaron Katz Útgefandi: Sena Morðgáta 13. september John Cho leikur lögreglumanninn Edward Ahn sem fær málið til rannsóknar og getur að sjálfsögðu ekki útilokað að Jill (Lola Kirke) viti meira um morðið en hún vill vera láta. Myndir mánaðarins 15