Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 14

Loving Vincent
Loving Vincent
Var saga hans öll sögð ?
Þegar Armand Roulin er falið að afhenda síðasta bréf Vincents van Gogh til bróður síns , Theos , fær hann um leið áhuga á lífi listamannsins og fer að gruna að hann hafi í raun verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð eins og sagt er . Armand ákveður að rannsaka málið sjálfur og hreyfir um leið við mörgum .
Loving Vincent er einstök mynd , bæði sagan sjálf og gerð hennar , en allt frá dauða Vincents van Gogh hefur sú skýring að hann hafi framið sjálfsmorð verið dregin í efa af ýmsum , ekki síst vegna stefnu kúlunnar sem varð honum að bana . Þessar efasemdir eru efniviður myndarinnar sem um leið er að öllu leyti olíumáluð á striga í stíl Vincents sjálfs , en það ljær henni að sjálfsögðu einstakt yfirbragð . Sagan er um Armand Roulin sem um ári eftir dauða Vincents er falið að afhenda Theo bróður hans síðasta bréfið sem Vincent skrifaði , en Theo er sagður búa í París . Þegar í ljós kemur að Theo er líka látinn ákveður Armand að fara til bæjarins Auvers-sur-Oise þar sem Vincent bjó síðast og athuga hvort hann finni verðugan viðtakanda bréfsins . Þegar þangað er komið kvikna grunsemdir hans ...

Loving Vincent

Söguleg sakamálasaga
VOD
Talsetning : Douglas Booth , Robert Gulaczyk , Jochum ten Haaf , Jerome Flynn , Saoirse Ronan , Helen McCrory , Chris O ’ Dowd , John Sessions , Eleanor Tomlinson og Aidan Turner Leikstjórn : Dorota Kobiela og Hugh Welchman Útgefandi : Myndform
102 mín
7 . september
Það er Douglas Booth sem leikur aðalhlutverk myndarinnar , póstmanninn Armand Roulin sem ákveður að rannsaka lát Vincents van Gogh .
Punktar ....................................................
HHHH - Seattle Times HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Village Voice HHHH - Variety HHH1 / 2 - H . Reporter HHH1 / 2 - L . A . Times HHH1 / 2 - W . Post HHH1 / 2 - IndieWire
l Loving Vincent hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var m . a . tilnefnd til bæði BAFTA- , Golden Globe og Óskarsverðlauna sem besta handgerða mynd ársins 2017 .
l Við gerð myndarinnar var ekki bara lögð áhersla á að mála í stíl van Gogh heldur má finna í henni nokkur frægustu málverk hans .
Veistu svarið ? Vincent van Gogh var fæddur í bænum Zundert í Hollandi 30 . mars 1853 og lést aðeins 37 ára gamall í bænum Auvers-sur-Oise í Frakklandi að morgni 29 . júlí 1890 eftir að hafa fengið byssukúlu í brjóstið 30 klst . fyrr . En hvert var millinafn hans ?
Það tók 125 málara frá tuttugu löndum tæplega fjögur ár að mála alla 65 þúsund ramma myndarinnar , en þeir eru málaðir í hinum sérstaka stíl Vincents van Gogh og ljá myndinni áður óséða áferð .
14 Myndir mánaðarins
Willem .