Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 13

Taxi 5 – Undercover Bensínið í botn – aftur Þegar ítalskir bankaræningjar fara að gera sig breiða í Marseille er lög- reglumaðurinn Sylvain Marot sendur á svæðið til að skakka leikinn ásamt glænýjum félögum í lögreglusveit Marseille og vonlausa bílstjóranum Eddy. Þeir sem séð hafa fyrri Taxi-myndirnar ættu að vita að hverju gengið er í þessari fimmtu mynd seríunnar þar sem við hittum bæði gamlar persónur úr fyrri mynd- unum og nýjar. Ástæðan fyrir því að ítölsku bankaræningjarnir hafa hingað til sloppið úr klóm réttlætisins er að þeir aka um á kraftmestu Ferrari-bílum sem fyrirfinnast og fara því létt með að stinga alla af sem elta þá. En að sjálfsögðu reiknuðu þeir ekki með að þeir Sylvain og Eddy fyndu sér enn kraftmeiri bíl ... Punktar ............................................................................................ Handrit myndarinnar er skrifað af Luc Besson og Franck Gastambide sem einnig leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið, lögreglumanninn Sylvain Marot. l VOD 102 mín Aðalhl.: Franck Gastambide, Malik Bentalha og Bernard Farcy Leikstj.: Franck Gastambide Útgefandi: Myndform Sylvain Marot (Franck Gastambide) lengst til hægri ásamt nýju félögunum sínum í lögreglusveit Marseille sem virðist ekki beint hæf í þau átök sem framundan eru. 7. september Gamanmynd Það gerðist um jólin ... Rikke er tiltölulega óreynd lögreglukona sem í stað þess að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni eins og hún var að vona er fyrirskipað að gæta vitnis sem hættulegur eiturlyfjakóngur vill gjarnan koma fyrir kattarnef. Undercover er danskur grínfarsi þar sem uppistandarinn Linda Pedersen, best þekkt sem Linda P, lendir í óborganlegum aðstæðum sem lögreglukonan Rikka. Í stað þess að fá jólafrí eins og hún gerði fastlega ráð fyrir er henni gert að sjá til þess að útsendarar eiturlyfjakóngs nái ekki aðalvitninu gegn honum á sitt vald. Saman lenda þau síðan ásamt félaga Rikku, hinum klaufalega Thorbirni, í ýmsum ævintýrum þar sem bókstaflega allt sem getur farið úrskeiðs fer úrskeiðis ... Punktar ............................................................................................ Handrit myndarinnar er skrifað af leikstjóranum Nikolaj Peyk og Casper Christ- ensen sem er best þekktur sem Casper í Klovn-þáttunum og myndunum. l VOD 95 mín Aðalhlutverk: Linda Pedersen, Roland Møller og Anders Baasmo Christiansen Leikstj.: Nikolaj Peyk Útg.: Myndform Gamanmynd 7. september Linda Pedersen, Roland Møller og Anders Baasmo Christiansen í hlutverkum sínum í dönsku gamanmyndinni Undercover. Myndir mánaðarins 13