Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 12

Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp – Patient Zero
VOD
Aðalhlutverk : Dhanush , Bérénice Bejo , Erin Moriarty og Barkhad Abdi Leikstjórn : Ken Scott Útgefandi : Sena
Gamanmynd
92 mín
6 . september
Lagt upp í langferð
Hin skemmtilega saga um Ajatashatru Oghash Rathod sem þóttist vera fakír og plataði heimafólk sitt í bænum Rajasthan á Indlandi til að láta sig fá peninga svo hann gæti farið til Parísar að kaupa alvöru naglarúm í IKEA .
Hér er um sérlega fyndna sögu að ræða en ferðalag fakírsins á eftir að verða mun umfangsmeira en hann hafði gert ráð fyrir þegar röð tilviljana breytir því í allsherjar Evrópureisu með fjölbreyttum hliðarævintýrum þar sem Ajatashatru eignast alls konar vini á ólíklegustu stöðum . Um leið er sagan líka flugbeitt háðsádeila á nútímasamfélag þar sem tekið er á sammannlegum þáttum eins og leitinni að ástinni , viðurkenningu og öryggi á viðsjárverðum tímum . Í heildina séð stendur þó upp úr að Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er ein besta „ feel good “ -mynd ársins og um leið mynd fyrir alla kvikmyndaunnendur .
Punktar ................................... l Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er byggð á samnefndri metsölubók franska rithöfundarins Romains Puertolas sem kom út árið 2013 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála , þ . á m . á íslensku af Friðriki Rafnssyni á vegum JPVbókaútgáfunnar árið 2014 .
l Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Ken Scott sem sendi frá sér grínsmellinn Starbuck árið 2011 og síðan endurgerð hennar , Delivery Man . Handritið er hins vegar eftir höfund sögunnar , Romain Puértolas , og Luc Bossi sem skrifaði m . a . handrit myndarinnar Mood Indigo .
Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum leikarans Venkatesh Prabhu sem er betur þekktur undir sviðsnafni sínu , Dhanush .
Kapphlaup við tímann
Eftir að sjúkdómur , sem breytir öllum lifandi verum sem smitast af honum í blóðþyrst villidýr , leggst á bróðurpart mannkynsins berst lítill hópur eftirlifenda við að halda lífi og vonast enn til að hægt sé að finna lækningu .
Patient Zero er nýjasta mynd leikstjórans Stefans Ruzowitzky sem sendi síðast frá sér glæpasögurnar Cold Hell og Deadfall . Hér tekst hann á við zombie-sögu sem gerist í náinni framtíð og segir frá leit lítillar sveitar manna að lækningu við uppvakningaplágunni sem grundvallast á því að einn þeirra hefur verið bitinn án þess þó að breytast í uppvakning . Þegar sveitin finnur annan slíkan mann , „ prófessorinn “, aukast væntingarnar verulega . En tíminn er naumur og varnirnar veikar ...
Punktar ............................................................................................ l Handrit myndarinnar , sem er eftir Mike Le , var árið 2013 á svarta listanum svonefnda í Hollywood yfir eftirsóttustu handritin sem höfðu ekki verið kvikmynduð .
VOD
93 mín
Aðalhlutverk : Matt Smith , Stanley Tucci , Natalie Dormer og Clive Standen Leikstj .: Stefan Ruzowitzky Útg .: Sena
Tryllir
6 . september
Matt Smith og Stanley Tucci í hlutverkum sínum sem þeir Morgan og „ prófessorinn “, en þeir hafa báðir verið bitnir án þess þó að breytast í blóðþyrst villidýr .
12 Myndir mánaðarins