Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 31

The Exception – Heiða The Exception Hver er svikarinn? Þegar nasistar komast á snoðir um ferðir bresks njósnara í kringum höll Wilhelm II, fyrrverandi Þýskalandskeisara senda þeir einn manna sinna á svæðið. Sá lendir hins vegar á milli steins og sleggju þegar hann verður ástfanginn af þjónustustúlku keisarans sem á grugguga fortíð að baki. The Exception er byggð á sögulegri skáldsögu Alans Edwin Petty, The Kaiser’s Last Kiss, sem kom út árið 2003 og þykir afar vel skrifuð. Sagan gerist árið 1940 á herragarði Wilhelms II í Dorn í Hollandi sem Þjóðverjar höfðu þá hertekið. Ungum foringja er skipað að flytja á herragarðinn og komast að því hvort þar sé á kreiki breskur njósnari, en um það höfðu Þjóðverjar fengið óljósar upplýsingar. Þar með hefst atburðarás sem verður brátt að æsispennandi kapphlaupi við tímann ... Punktar ............................................................................................ HHHH - New York Mag. HHH 1/2 - L.A. Times HHH - Washington Post HHH - RogerEbert.com HHH - N.Y. Times HHH - Boston Globe Þótt sagan sé skáldskapur byggir hún lauslega á sönn- um atburðum og margar persónurnar í henni voru til í raunveruleikanum, t.d. Wilhelm II og Heinrich Himmler, yfir- maður Gestapó og SS-sveitanna. l Myndin er að hluta til tekin upp þar sem hún gerist, þ.e. á herragarðinum í Dorn, en þar er nú stríðsminjasafn og má ætla að margir Íslendingar hafi heimsótt það í gegnum árin. l 107 VOD mín Aðalhlutv.: Lily James, Jai Courtney og Christopher Plummer Leikstj.: David Leveaux Útg.: Myndform Spenna / Stríð 29. september Lily James og Jai Courtney í hlutverkum sínum í The Exception, sem þjónustustúlkan Mieke de Jong og þýski herforinginn Stefan Brandt. Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss- neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881. Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar. Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið. Punktar ........................................................................................... Þessi útgáfa inniheldur þætti 17 til 20 í seríunni en fyrri þættirnir, þættir 1 til 16, ættu allir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. l VOD 87 mín Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi: Myndform Teiknimyndir 29. september Þessir nýju teiknimyndaþættir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir. Myndir mánaðarins 31