Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 30

Hidden Figures Reiknaðu það út Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercury-geimferðaráætlunin heppnaðist en hún snerist um að koma geimfaranum John Glenn á sporbaug um Jörðu – og síðan heilum á húfi til baka. Það fylgdist allur heimurinn með þessari áhættusömu tilraun og geimfarinn John Glenn varð heimsfrægur fyrir vikið sem fyrsti maðurinn sem komst á sporbaug um Jörðu. Færri vissu hins vegar að á bak við velgengni geimferðarinnar stóðu m.a. stærðfræðing- arnir Dorothy Vaughan og Katherine G. Johnson ásamt verk- og vélfræðingnum Mary Jackson, en þær voru allar svartar á hörund og þurftu því ekki bara að glíma við verkefnið sjálft heldur margs- konar fordóma, bæði samfélagsins og sumra samstarfsmanna. Konurnar þrjár, þær Katherine, Dorothy og Mary eru leiknar af þeim Taraji P. Henson, Octaviu Spencer og Janelle Monáe. Hidden Figures Sannsögulegt VOD 127 mín Aðalhlutverk: Octavia Spencer, Taraji P. Henson, Janelle Monáe, Kevin Costner, Kirsten Dunst og Glen Powell Leikstjórn: Theodore Melfi Útgefendur: SíminnBíó og Vodafone 29. september Punktar .................................................... HHHHH - Washington Post HHHHH - Time HHHH 1/2 - Boston Globe HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - New York Post HHHH - Empire HHHH - L.A. Times HHHH - N.Y. Times Hidden Figures er sérlega skemmtileg mynd og hefur eins og sést fengið mjög góða dóma virtustu gagnrýnenda. Myndin hefur enn fremur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum, var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og til Óskars- verðlauna sem besta myndin, fyrir leik Octaviu Spencer og fyrir handritið sem er eftir þau Alison Schroeder og Theodore Melfi . l John Glenn (Glen Powell) heilsar hér upp á konurnar sem áttu stóran þátt í að gera ferð hans út í geim mögulega. Veistu svarið? Söngkonan Janelle Monáe vatt sínu kvæði í kross á síðasta ári með því að leika í tveimur bíómyndum sem báðar voru síðan tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, annars vegar sú sem hér er kynnt, Hidden Figures, en hver er hin? Kevin Costner leikur Al Harrison, yfirmann Mercury-geimferða- áætlunar NASA, sem var undanfari Apollo-tunglferðanna. Moonlight. 30 Myndir mánaðarins