Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 29

Stóri dagurinn Á milli tveggja elda Þau Mathias og Alexia hafa verið par í talsverðan tíma þegar Mathias álpast út í framhjáhald með konu að nafni Juliette, en hún starfar við að skipuleggja brúðkaup. Þegar Alexia finnur nafnspjald hennar í vasa Mathiasar misskilur hún það sem dulbúið bónorð frá Mathiasi ... og segir auðvitað „já“. Stóri dagurinn er ærslafull gamanmynd eins og Frökkum einum er lagið að gera þar sem misskilningur á misskilning ofan skapar flóknar en bráðfyndnar flækjur sem flækjast enn meira eftir því sem á líður. Mathias þorir ekki að segja Alexiu sannleikann og þegar Alexia segir öllum frá bónorðinu og því væntanlega brúðkaupi sem hún heldur að sé í uppsiglingu þá pikkfestist hann í lygavef sem vonlaust er fyrir hann að leysa sig úr nema með slæmum og jafnvel ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og hvað gera menn eins og Mathias þá? Stóri dagurinn Þegar Mathias og Juliette, sem starfar við að skipuleggja brúðkaup, hittast fyrst grunar hvorugt þeirra vesenið sem í vændum er. Gamanmynd VOD 94 mín Aðalhlutverk: Reem Kherici, Nicolas Duvauchelle, Julia Piaton, Sylvie Testud, François-Xavier Demaison, Chantal Lauby, Ella Anderson og Victoria Monfort Leikstjórn: Reem Kherici Útgefandi: Sena 28. september Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, söguhöfundur og annar handritshöfundur er Reem Kherici sem einnig leikur viðhald Mathiasar, Juliette. Reem hefur notið mikilla vinsælda sem leik- kona á undanförnum árum í ýmsum mynd- um og sendi sem leikstjóri frá sér aðra gam- anmynd árið 2013, Paris à tout prix, sem varð mjög vinsæl í Frakklandi. l Reem Kherici. Stóri dagurinn er tekin upp á nokkrum þekktum og um leið feg- urstu stöðum Frakklands og þykir kvikmyndatakan í henni afar góð. l Fjórir af aðalleikurum myndarinnar stilla sér upp eftir vel heppnað búningapartý en þetta eru Reem Kherici sem leikur Juliette, Nicolas Duvauchelle sem leikur Mathias, François-Xavier Demaison sem leikur vin Mathiasar, Ben, og Sylvie Testud sem leikur vinkonu þeirra, Clarisse. Þar sem Mathias hefur ekki vit á að losa sig úr klemmunni strax verður hann að leika leikinn og skipuleggjarinn Juliette er aldrei langt undan. Myndir mánaðarins 29