Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 32

Vinsælustu leigumyndirnar

1

2
Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr . En hver getur elskað jafn forljóta skepnu eins og hann ? Leikin og teiknuð Disney-mynd sem byggð er á teiknimyndinni vinsælu frá árinu 1991 .
Ævintýri
3
Ef einhvern tíma er óhætt að lofa áhorfendum hasar þá er það í Fast and Furious-myndunum og er þessi áttunda mynd seríunnar engin undantekning frá þeirri reglu , þvert á móti . Í henni stendur hasarinn reyndar nær Íslendingum en áður því eins og flestir vita eru nokkur af aðalatriðum myndarinnar tekin upp hér á landi . Sem fyrr eru bílar og alls kyns önnur farartæki fyrirferðarmikil í sögunni en um hana segjum við ekki meira til að skemma ekki fyrir neinum .
Hasar
Fast & Furious 8
4
Þegar þrír aldnir æskuvinir , þeir Al , Willie og Joe , standa skyndilega uppi með vonda fjárhagsstöðu ákveða þeir að bregðast við með því að ræna bankann sem sveik þá . En fyrst þurfa þeir að undirbúa sig . Skemmtileg gamanmynd með Michael Caine , Morgan Freeman og Alan Arkin í aðalhlutverkum .
Gamanmynd
Fríða og dýrið
Going in Style
5
Vaiana er sextán ára gömul dóttir ættbálkshöfðingjans á eyjunni Motunui sem leggur upp í sannkallaða ævintýraferð ásamt hálfguðinum Maui í leit að dularfullri eyju , en þar á að búa máttur sem getur aflétt álögum sem annars gera út af við Motunui og þá um leið fjölskyldu og vini Vaiönu .
Teiknimynd
Hópur her- og vísindamanna er sendur í könnunarleiðangur til dularfullrar eyju í miðju Kyrrahafinu sem talin er luma á miklum verðmætum . Það reynist rétt en þau verðmæti eru hins vegar af allt öðrum toga en nokkurn gat grunað . Sannkölluð ævintýramynd með toppleikurum í öllum hlutverkum .
Ævintýri
Vaiana
Kong : Skull Island
6
Aftermath
Arnold Schwarzenegger er hér frábær í hlutverki manns sem missir eiginkonu sína og dóttur í flugslysi sem flugumsjónarmaður hefði átt að geta komið í veg fyrir . Frávita af sorg ákveður hann að hitta þennan kærulausa flugumsjónarmann augliti til auglitis . Myndin er að hluta til byggð á sönnum atburðum .
7
Vikings
Fjórða sería Vikings-þáttaraðarinnar sem segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók og mönnum hans , en Ragnar telst hafa herjað fyrstur víkinga á England og Frakkland . Þættirnir hafa notið ómældra vinsælda allt frá því að byrjað var að sýna þá árið 2013 . Hér heldur sagan áfram og kemur verulega á óvart .
Drama Víkingasaga Spennumynd
8
Undirheimar
Danska myndin Undirheimar eftir Fenar Ahmad hefur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda og þykir ein besta spennuog hasarmynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum á síðari árum , en hún segir frá hjartaskurðlækninum Zaid sem ákveður að grípa til sinna eigin hefndarráða þegar bróðir hans er myrtur .
The Lost City of Z
Tröll
Gifted
Frábær mynd um leit breska landkönnuðarins Percivals Fawcett að „ týndu borginni “ El Dorado í Amazón-frumskóginum á þriðja áratug síðustu aldar , en Percival sneri aldrei til baka úr þeim leiðangri frekar en sonur hans Jack og vinur hans , Henry Costin . Hvað um þá varð veit enginn en hér er góð tilgáta !
Tröll , sem er byggð í kringum alþekktar tröllafígúrur sem Daninn Thomas Dam skapaði og setti á markað árið 1958 , er litríkt ævintýri þar sem húmor , fjöri , tónlist , dansi , rómantík og hæfilegri spennu er blandað saman á afar skemmtilegan hátt svo úr verður hin besta skemmtun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri .
Einstaklega vönduð og góð mynd um mann sem alið hefur systurdóttur sína upp einn , en hún er gædd miklum hæfileikum , m . a . í stærðfræði . Þegar móðir mannsins , amma stúlkunnar , dúkkar upp og krefst þess að fá forræðið yfir henni og ákveða framtíð hennar hefst barátta sem á eftir að verða hörð .
9
Sannsögulegt
10
Teiknimynd
11
Drama
The Lego Batman Movie Aulinn ég 2
The Circle
12
Þeir sem vilja sjá fjölskylduvænar , litríkar , fyndnar , viðburðaríkar , hraðar og umfram allt stórskemmtilegar myndir ættu alls ekki að láta Lego Batman-myndina fram hjá sér fara því hún uppfyllir einfaldlega allar þessar væntingar – og gott betur . Myndin er talsett á íslensku svo þau yngri geti notið hennar líka .
Kubbamynd
13
Gru og dætur hans lenda hér ásamt skósveinunum litlu og fyndnu í miklu ævintýri þegar stórhættulegur glæpon fer á stjá og breytir skósveinunum í óargadýr sem ráðast á alla . Til að bjarga þeim úr álögunum þarf Gru ekki bara að finna móteitur heldur ráða niðurlögum glæponsins í eitt skipti fyrir öll .
Teiknimynd
14
The Circle er framtíðarsaga sem gerist í heimi þar sem allir geta fengið að vita allt um alla hvenær sem þeir vilja . Fyrir marga þýðir þetta að hver einasti einstaklingur er í raun sviptur einkalífi sínu og frelsi og spurningin er hvort það sé gott eða slæmt fyrir heildina . Tom Hanks og Emma Watson í aðalhlutverkum .
Framtíðarsaga
Get Out John Wick 2
Ghost in the Shell
Get Out er að margra mati ein af bestu myndum ársins 2017 hingað til . Sagan byrjar á léttum og fyndnum nótum en þróast síðan út í dularfulla og æsispennandi atburðarás sem kemur áhorfendum gersamlega í opna skjöldu . Mynd sem enginn sannur kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara .
Leigumorðinginn John Wick , sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni um hann , þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni gamals félaga og takast á við hættulega morðingja alþjóðlegs glæpaog njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm . Hasar og spenna frá upphafi til enda með Keanu Reeves í hörkustuði .
Motoko Kusanagi , sem er alltaf kölluð The Major , er mennsk en um leið er líkami hennar gæddur hátæknivélbúnaði sem gerir hana ósigrandi í baráttu við þrjóta sem vilja komast yfir þá tækni sem fyrirtækið sem skapaði hana ræður yfir . Scarlett Johansson leikur aðalhlutverkið í þessari þrælgóðu framtíðarsögu .
15
Tryllir
16
Hasar
17
Hasar
Storkar
Eins og allir vita eru storkar hættir að koma með börnin og sendast nú með alls konar vörur þess í stað . Dag einn ýtir hins vegar storkurinn Júníor á rangan takka og framleiðir óvart litla stúlku sem hann verður nú að koma til einhverra foreldra ! Stórskemmtileg og bráðfyndin teiknimynd fyrir alla fjölskylduna .
Syngdu
Syngdu er nýjasta myndin frá teiknimyndafyrirtækinu Illumination sem stóð að baki myndunum um Gru og litlu gulu skósveinana . Eins og í þeim er það húmorinn sem er hér í fyrirrúmi en í myndinni er líka að finna mörg heimsfræg lög sem allir þekkja . Þetta er úrvalsskemmtun fyrir alla fjölskylduna .
18 19
20
Teiknimynd Teiknimynd Ævintýri
The Great Wall
Stórmyndin The Great Wall er hrein og tær skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem kunna að meta spennandi og viðburðarík ævintýri og vísindaskáldsögur enda var ekkert til sparað til að gera hana sem allra best úr garði . Sagan gerist fyrr á öldum og segir frá æsilegum bardaga manna við forn og ógnvekjandi skrímsli .
32 Myndir mánaðarins