Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 27
Stóra stökkið
Æfingin skapar meistarann
Felice er ellefu ára gömul stúlka sem býr á munaðarleysingja-
hæli í Bretagne-héraði Frakklands. Hana dreymir um að gerast
ballettdansari og ákveður dag einn að fara til Parísar ásamt
besta vini sínum, Victor, og láta reyna á danshæfileika sína.
Stóra stökkið er fyndin, hugljúf, rómantísk og umfram allt ákaflega
vel gerð og góð teiknimynd þar sem áhorfendur fara með sögu-
persónunum til Parísar árið 1888 þegar bygging Eiffel-turnsins var
komin vel á veg og borgin var háborg heimsins í listum og tísku.
Fljótlega eftir komuna til Parísar fær Victor vinnu við byggingu
Eiffel-turnsins á meðan Felice reynir að finna leið til að komast í
dansprufu í hinni eftirsóttu Parísaróperu sem var þá og er enn einn
virtasti ballett- og óperusöngskóli veraldar. Það reynist langt frá
því að vera auðvelt fyrir ellefu ára peningalausan munaðarleys-
ingja og einstæðing en Felice er úrræðagóð og tekst það samt að
lokum. Þar með er björninn þó langt frá því að vera unninn ...
Stóra stökkið
Teiknimynd
DVD
VOD
89
mín
Íslensk talsetning: Vaka Vigfúsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir,
Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Sigurður Þór
Óskarsson, Ævar Þór Benediktsson, Laddi, Arnar Jónsson og fleiri
Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Sena
28. september
Myndir mánaðarins
27