Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 20
I Am Not Your Negro – Life, Animated
I Am Not Your Negro
Ein besta heimildarmynd ársins
Þegar rithöfundurinn James Baldwin lést lét hann eftir sig ókláraða bók þar
sem hann spann saman réttindabaráttu svartra og morðin á þeim Martin
Luther King Jr., Malcolm X og Medgar Evers. Þessi mynd er byggð á henni.
I Am Not Your Negro þykir snilldarverk en í henni er lesið upp úr ólokinni bók James
Baldwin og er sagan síðan myndskreytt af Raoul Peck með áhrifaríkum ljós-
myndum úr sögunni og myndskeiðum. Einnig er hér að finna viðtöl við James
sem varpa skýru ljósi á hver hann var og fyrir hvað hann stóð, en James var á
sínum tíma áberandi í öllum sjónvarpsumræðum um réttindabaráttu svartra.
Punktar ............................................................................................
HHHHH - Washington Post HHHHH - L.A. Times HHHHH - Variety
HHHHH - Guardian HHHHH - Time Out N.Y. HHHHH - Indiewire
HHHHH - Village Voice HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Hollywood Rep.
HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - Empire
I Am Not Your Negro hefur
eins og sést hér að ofan fengið
l
frábæra dóma og er með 9,5 í
meðaleinkunn á Metacritic. Betra
gerist það varla.
Myndin hefur enn fremur
hlotið fjölda verðlauna og við-
urkenninga og var tilnefnd til
Óskarsverðlaunanna 2017 sem
besta heimildarmynd ársins.
l
93
VOD
mín
Heimildarmynd um rasisma í Bandaríkjunum og stöðu
svartra Höfundur: Raoul Peck Útgefandi: Myndform
Heimildarmynd
15. september
Þulur myndarinnar er Samuel
L. Jackson og í henni kemur
fram fjöldi þekktra listamanna.
l
Myndin er byggð á orðum og ritverkum James
Baldwin (1924–1987) sem var virtur og ötull
talsmaður svartra í réttindabaráttu þeirra.
Life, Animated
Hver ákveður um hvað lífið snýst?
Þegar Owen Suskind var orðinn þriggja ára hvarf hann skyndilega inn í heim
einhverfunnar og hætti að tala. Foreldrar hans reyndu allt sem þau gátu til
að ná til hans án árangurs uns dag einn að þau uppgötvuðu aðferð til þess.
Life, Animated er ákaflega vel gerð mynd þar sem viðtölum, heimildarmyndum,
frumsömdum teiknimyndum og Disney-teiknimyndum er blandað saman til að
segja frá því á sem sannferðugastan hátt hvernig foreldrar Owens náðu að rjúfa
einangrun hans í heiminum sem hann hvarf inn í sem barn. Þetta er um leið alveg
sérlega góð og áhrifarík saga, ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á að skilja einhverfu.
Punktar ............................................................................................
HHHHH - Guardian HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - RogerEbert.com
HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - Total Film
Life, Animated hefur hlotið fjölda
verðlauna og viðurkenninga, var
t.d. valin besta heimildarmyndin
á Sundance-kvikmyndahátíðinni
og hlaut síðan tilnefningu til
Óskarsverðlauna 2017 sem besta
heimildarmynd ársins.
l
Myndin er byggð á samnefndri
bók föður Owens, Rons Suskind,
sem einnig skrifaði handrit
myndarinnar.
l
VOD
90
mín
A.hl.: Jonathan Freeman, Gilbert Gottfried og Alan Ros-
enblatt Leikstj.: Roger Ross Williams Útg.: Myndform
Heimildarmynd
20
Myndir mánaðarins
15. september
Frumsömdu teiknimyndirnar í
myndinni eru eftir Mac Guff sem
m.a. teiknaði Aulinn ég-myndirnar
og myndina um Skósveinana.
l
Nýleg mynd af Owen ásamt foreldrum
sínum, Ron og Corneliu Anne Kennedy.