Leon Óheppnasta ljón í heimi
Starship Troopers : Traitor of Mars Aftur í stríðið Tölvuteiknuð mynd um hermanninn Johnny Rico sem er sendur til skyldustarfa á Mars þar sem risapöddur herja á allt sem mannlegt er og eira engu .
Leon – Starship Troopers : Traitor of Mars
Leon Óheppnasta ljón í heimi
Ljónið Leon sem býr á sléttum Afríku er sannarlega ekki eins og ljón eru flest og alveg sérlega óheppinn í öllu því sem hann tekur sér fyrir loppur .
Teiknimyndaþættirnir um ljónið Leon hafa verið sýndir á meira en 150 sjónvarpsstöðvum frá árinu 2009 og eru uppáhaldsþættir margra barna og fullorðinna sem kunna að meta húmorinn í endalausri óheppni Leons í öllum aðstæðum .
Þetta eru þriggja mínútna þættir sem eru hver öðrum fjörugri . Leon er eins og önnur ljón alltaf að leita að mat en óheppni hans við veiðarnar er með eindæmum . Einnig rekst hann stundum á forvitnilega hluti eða dýr og sum þeirra hafa óskaplega gaman af að láta hann elta sig út um allt !
Höfundur og leikstjóri : Alexandre So Útgefandi : Myndform
Barnaefni
VOD
80 mín
15 . september
Starship Troopers : Traitor of Mars Aftur í stríðið Tölvuteiknuð mynd um hermanninn Johnny Rico sem er sendur til skyldustarfa á Mars þar sem risapöddur herja á allt sem mannlegt er og eira engu .
Fyrsta Starship Trooper-myndin var gerð af Paul Verhoeven árið 1997 og naut mikilla vinsælda þeirra sem kunnu að meta vísindaskáldsögur og hasar . Síðan þá hefur ævintýrið undið hressilega upp á sig með framhaldsmyndum , sjónvarpsþáttum , tölvuleikjum , teiknimyndablöðum , spilum og leikföngum og nú er komið að þessari nýju , tölvuteiknuðu mynd þar sem við sláumst á ný í för með hermanninum Johnny Rico sem Casper Van Dien lék í fyrstu myndinni og talar fyrir í þessari , auk þess sem Dina Meyer , sem lék einnig í fyrstu myndinni , talar fyrir nánasta samstarfsmann hans , Dizzy Flores . Þau lenda hér ásamt öðrum hermönnum í vægast sagt hrikalegum aðstæðum þegar risapöddurnar gera enn eina árásina , staðráðnar sem fyrr í að eyða bækistöðvum manna á Mars .
VOD
90 mín
Tölvuteiknimynd eftir Shinji Aramaki , Edward Neumeier og Masru Matsumoto Útgefandi : Sena
Vísindahasar
21 . september
Myndir mánaðarins 21