Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 18

Snjór og Salóme Gamanmynd um ást, vini, rapp og kökur Snjór og Salóme er stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning en hún segir frá þeim Salóme og Hrafni sem hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breyt- ist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. Snjór og Salóme er nýjasta mynd Sigurðar Antons Friðþjófs­sonar sem gerði myndirnar Webcam og Ísabellu en hefur þess utan staðið fyrir ýmsum kvikmyndatengdum verkefnum á undanförnum árum. Eins og í Webcam eru það þær Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir sem fara með tvö stærstu kvenhlutverkin en í hlut- verki Hrafns er Vigfús Þormar Gunnarsson. Einnig koma við sögu ýmsir aðrir karakterar sem hafa misjöfn og mismikil áhrif á atburða- rásina en leikhópurinn er nánast sá sami og lék í Webcam. Snjór og Salóme kemur út á leigunum 14. september og við viljum að sjálfsögðu hvetja allt kvikmyndaáhugafólk til að sjá hana. Snjór og Salóme Anna Hafþórsdóttir leikur Salóme sem lendir í vægast sagt sérkennilegum aðstæðum þegar Hrafn barnar aðra konu. Gamanmynd VOD 93 mín Aðalhlutverk: Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikstjórn: Sigurður Anton Útgefandi: Sena 14. september Punktar .................................................... HHH 1/2 „Styrkur handritsins liggur í hnyttnum samtölum og grín- atriðin fengu mig oft til að skella upp úr.“ - Brynja Hjálmsdóttir, Mbl. Fyrir utan þau sem leika stærstu hlutverkin í Snjór og Salóme koma nokkrir gamalkunnir leikarar fram í myndinni og má þar nefna þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur . l Hópurinn sem kemur að gerð myndarinnar er ásamt Sigurði Antoni, sem skrifaði handritið og leikstýrði, að stærstum hluta sá sami og kom að gerð myndarinnar Webcam sem var frumsýnd sumarið 2015. l Margar eftirminnilegar persónur koma við sögu í Snjór og Salóme og hafa ólík áhrif á atburðarásina sem gerir myndina að raunsæjum og athyglisverðum glugga inn í líf þessara ungu Reykvíkinga. 18 Myndir mánaðarins