Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 17

Life Lífið finnur alltaf leið Sex manna áhöfn alþjóðlegrar geimstöðvar tekur á móti könnunarfari sem sent var til sýnatöku á Mars og uppgötvar að í sýnunum er að finna nýtt lífsform og um leið fyrsta lífið sem menn finna utan Jarða r. En gleðin og spennan yfir upp- götvuninni breytist í skelfingu þegar í ljós kemur að þetta litla lífssýni er banvænna en nokkuð annað sem menn hafa séð. Life er eftir leikstjórann Daniel Espinosa sem hefur sýnt og sannað með myndum sínum að þar fer leikstjóri sem fer létt með að fá áhorfendur fram á sætisbrúnina af spenningi. Hér segir hann okkur sögu sem sækir innblásturinn til myndar Ridleys Scott, Alien, en nú eru liðin 38 ár frá því að það meistaraverk var frumsýnt og stendur enn sem einhver mest spennandi mynd sem gerð hefur verið. Þeir sem kunna að meta slíka spennu ættu ekki að missa af Life sem kemur út á DVD, BluRay og á sjónvarpsleigunum 14. september. Life Ryan Reynolds leikur Roy Adams, sem neyðist til að taka mjög erfiðar ákvarðanir þegar hlutirnir fara úr böndunum. Vísindaskáldsaga / Tryllir DVD 103 VOD mín Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Ryan Reynolds, Rebecca Ferguson, Hiroyuki Sanada og Olga Dihovichnaya Leikstjórn: Daniel Espinosa Útgefandi: Sena 14. september Punktar .................................................... Life er þriðja myndin sem sænski leikstjórinn Daniel Espinosa gerir á ensku en þær fyrri voru Safe House sem var frumsýnd 2012 og var einmitt með Ryan Reynolds í öðru aðalhlutverkinu og Child 44 sem var frumsýnd 2015 og mörgum þótti ein af bestu myndum þess árs. Áður hafði Daniel hins vegar slegið í gegn með glæpa- tryllinum Snabba cash sem var með Joel Kinnaman í aðalhlutverki. l Sagan í myndinni og handritið er eftir þá félaga Rhett Reese og Paul Wernick en þeir eiga m.a. að baki handritin að myndunum Zombieland og Deadpool. Þess má geta að næstu myndir þeirra eru einmitt Zombieland 2 og Deadpool 2 sem áætlað er að frumsýna á næsta ári. l Jake Gyllenhaal leikur vísindamanninn David Jordan í Life. Veistu svarið? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni sækir sagan í Life innblásturinn í meistaraverk Ridleys Scott, Alien, sem var frumsýnd árið 1979. Í kjölfarið fylgdi framhaldsmyndin Aliens sem þótti ekki síður góð. Hver leikstýrði henni? Lífsformið sem áhöfnin uppgötvar að þrífst á Mars lætur lítið yfir sér í fyrstu en reynist síðan mun öflugra en nokkurn gat grunað. James Cameron. Myndir mánaðarins 17