Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 16

Alvinnn!!! og íkornarnir – Planet Earth II Alvinnn!!! og íkornarnir Ný teiknimyndasyrpa – sjötti hluti með sjö þáttum Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ VOD 88 mín Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform Barnaefni 8. september Planet Earth II Stórkostlegir þættir um lífið á Jörðinni Planet Earth-þættir Davids Attenborough eru án nokkurs vafa stórkostleg- ustu heimildarþættir sem gerðir hafa verið um fjölbreytt lífið á Jörðinni og þann 7. september kemur þáttaröð númer tvö út í heild sinni á DVD-diskum. Fyrri hluti Planet Earth kom út árið 2006 og sló í gegn. Næstu átta árin unnu síðan sömu aðilar að gerð annars hlutans og er hann tekinn upp í fjörutíu löndum víðs vegar um heiminn. Samtals urðu tökudagarnir 2.089 í 117 ferðum frá Bretlandi en það var sem fyrr breska sjónvarpsstöðin BBC sem stóð fyrir gerð þáttanna. Margir netnotendur kannast áreiðanlega við myndbrotið af litlu eðlunni sem sleppur naumlega undan tugum snáka (sjá mynd hér fyrir neðan) en það atriði er einmitt eitt af mörgum stórkostlegum atriðum annars hluta þessarar þáttaraðar. Punktar ............................................................................................ Eins og margir eflaust vita samdi hljómsveitin Sigurrós stef sem notað var til kynningar á fyrri seríunni árið 2006. Ákveðið var að nota stefið aftur í þáttaröð tvö og var hljómsveitin því fengin til að útbúa nýja útgáfu af því, sem hún gerði. Annars er öll önnur tónlist í þáttunum eftir Hanz Zimmer, Jasha Klebe og Jacob Shea. l DVD 360 mín Heimildarmynd um fjölbreytt lífið á Jörðinni Útgefandi: Myndform Náttúruþættir 16 Myndir mánaðarins 7. september Samtals er hér að finna sex þætti sem hver fyrir sig er klukkustund á lengd, en þeir heita Eyjur, Fjöll, Frumskógar, Eyðimerkur, Sléttur og Borgir. l Þessu frábæra atriði úr þáttunum hefur verið deilt tugmilljón sinnum á Netinu.