Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 15

Børning – Børning 2 Børning Að tala saman gerir ekkert gagn Stórskemmtileg, fyndin og fjörug mynd sem lýst hefur verið sem nokkurs konar norrænum bræðingi af Fast and Furious-myndunum, Need For Speed og Cannonball Run, en Børning hlaut norsku Amanda-kvikmy ndaverðlaun- in sem besta mynd ársins 2014 og varð vinsælasta mynd þess árs í Noregi. Hér segir frá bílapartasalanum og bílaáhugamanninum Roy sem elskar kapp- akstur og er sjálfur liðtækur á því sviði. Þegar gamall andstæðingur hans skorar hann á hólm í kappakstur frá Osló til nyrsta hluta Noregs, um 2000 kílómetra leið, getur hann ekki annað en tekið áskoruninni, þó ekki væri nema til að halda andlitinu gagnvart öðrum í bransanum. Með í för er síðan dóttir hans, Sylvia, en á milli þeirra feðgina hefur verið frekar stirt samband að undanförnu. Eftir undirbúning hefst svo kappaksturinn norður eftir endilöngu landinu og er óhætt að segja að þar fari saman fallegt landslag, flottir bílar, sérlega vel útfærð bílaáhættuatriði og tuttugu tonn af norskum húmor eins og hann gerist bestur. VOD 90 mín Aðalhl.: Anders Baasmo Christiansen, Sven Nordin og Otto Jespersen Leikstj.: Hallvard Bræin Útg.: Myndform Gamanmynd 8. september Spennið á ykkur beltin og sjáið þessa léttu og skemmtilegu norsku verðlaunamynd. Børning 2 Hjá sumu verður ekki komist Eftir að hafa setið í fangelsi fyrir glæfraakstur ákveður Roy að hafna þátt- töku í ólöglegum kappakstri frá Björgvin til Múrmansk. Þegar hann fréttir að dóttir hans sé á meðal þátttakenda skiptir hann snarlega um skoðun. Eftir hinar gríðarlegu vinsældir fyrri myndarinnar kom að sjálfsögðu ekkert annað til greina en að gera framhaldsmynd og varð hún þegar upp var staðið önnur vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum Noregs í fyrra á eftir myndinni Kongens nei (Höfnun konungsins), enda ekki síður skemmtileg, fjörug og fyndin en sú fyrri. Í þetta sinni liggur kappakstursleiðin frá Björgvin á vesturströnd Noregs til Múr- mansk í Rússlandi, í gegnum Svíþjóð og Finnland, alls um 2.340 kílómetra leið. Um vetrarakstur er að ræða og því verða bæði bílar og ökumenn að vera betur útbúnir en áður, ekki bara til að eiga möguleika á sigri heldur einnig til að geta komist undan þeim ótal löggum sem sendar eru á vettvang til að stöðva þá ... VOD 90 mín Aðalhl.: Anders Baasmo Christiansen, Sven Nordin og Otto Jespersen Leikstj.: Hallvard Bræin Útg.: Myndform Gamanmynd 8. september Í þetta sinn er ferðinni heitið alla leið til rússnesku borgarinnar Múrmansk! Myndir mánaðarins 15