Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 14

Land of Mine – Sleight Land of Mine Áhrifarík mynd um sanna atburði Eftir að hernámi Þjóðverja í Danmörku lauk létu dönsk yfirvöld þýska stríðs- fanga sjá um að grafa upp rúmlega tvær milljónir af jarðsprengjum sem komið hafði verið fyrir á vesturströnd landsins. Þetta var hættulegt verk. Land of Mine, sem á frummálinu heitir Under sandet, er afar áhrifamikil mynd, byggð á sönnum atburðum. Hún segir frá danska liðsforingjanum Carli Leopold Rasmussen sem falin er stjórn tólf þýskra stríðsfanga sem skipað er að fjarlægja 40 þúsund jarðsprengjur af strandlengjunni vestur af Varde-héraði. Fangarnir voru allir mjög ungir menn sem sendir höfðu verið í stríðið undir lok þess án nokkurrar herþjálfunar, hvað þá þjálfunar í að höndla og fjarlægja jarðsprengjur. En þeir höfðu ekkert val. Þeir voru neyddir til að horfast í augu við dauðann ... Punktar ............................................................................................ HHHHH - Washington Post HHHH 1/2 - The Wrap HHHH - CineVue HHHH - Hollywood Reporter HHHH - L.A. Times HHHH - Variety Land of Mine var tilnefnd til dönsku gagnrýnendaverðlaun- anna (Bodil) í þremur flokk- um og hlaut þau öll. Myndin l 100 VOD mín Aðalhlutverk: Roland Møller, Louis Hofmann og Joel Basman Leikstjórn: Martin Zandvliet Útgefandi: Sena Sannsögulegt 7. september var einnig tilnefnd til þrettán Robert-verðlauna (danska kvik- myndaakademían) og hlaut þau fyrir klippingu, kvikmyndun, handrit, leikstjórn og sem besta mynd ársins. Hún hlaut einnig dönsku áhorfendaverðlaunin og var síðan tilnefnd til Óskars- verðlaunanna 2017 sem besta erlenda mynd ársins. Þótt liðsforinginn Carl hafi ákveðið að mynda ekki vinatengsl við þýsku stríðsfangana kemst hann ekki hjá því þegar fram líða stundir. Sleight Framtíðin er í hans höndum Bo er ungur maður sem eftir fráfall foreldra sinna vinnur fyrir sér og systur sinni með því að sýna alls konar töfrabrögð á götum og torgum. Þegar hann tekur dag einn óviljugur þátt í alvarlegum glæp koma hæfileikar hans sér vel. Sleight er spennudrama með fantasíu- og vísindaívafi og um leið fyrsta mynd leikstjórans J.D. Dillards sem einnig skrifaði handritið ásamt Alex Theurer. Með aðalhlutverkið fer hinn ungi Jacob Latimore sem er rísandi stjarna í bandarískum kvikmyndum og lék m.a. í the Maze Runner og Collateral Beauty. Myndin hefur fengið fína dóma margra gagnrýnenda, ekki síst fyrir frumlegan söguþráð. Punktar ............................................................................................ HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - Wrap HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH 1/2 - Screen International VOD 90 mín Aðalhl.: Jacob Latimore, Seychelle Gabriel, Dulé Hill og Storm Reid Leikstjórn: J.D. Dillard Útgefandi: Sena Spenna / Töfrar 14 Myndir mánaðarins 7. september Það er Jacob Latimore sem leikur Bo, en hæfileikar hans í töfrabrögðunum eru ekki bara æfðir heldur býr hann yfir orku til að stjórna hlutum með hugaraflinu.