Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 19
Skrímslafjölskyldan
Úr öskunni í eldinn
Teiknimyndin Skrímslafjölskyldan er byggð á
metsölubók þýska rithöfundarins Davids Safier,
Happy Family, sem þýdd hefur verið á átján
tungumál og komið út í þrjátíu löndum. Þetta er
bráðskemmtileg saga um Wishbone-fjölskyld-
una sem glímir við ýmis vandamál, en ekkert í
líkingu við það sem blasir við þeim þegar ill-
gjörn norn, Baba Yaga, breytir þeim í skrímsli.
Eftir að Baba Yaga breytir föðurnum Frank í Frankenstein, eiginkonu
hans, Emmu, í vampíru og börnum þeirra tveim, Fee og Max, í
múmíu og varúlf hefst viðburðaríkur eltingarleikur fjölskyldunnar
við nornina í því skyni að fá hana til að breyta þeim aftur í fjölskyld-
una sem þau voru. Á því ferðalagi komast þau Frank, Emma, Fee og
Max í kostuleg kynni við ýmis önnur skrímsli, bæði stór og smá, þ. á
m. sjálfan Drakúla sem verður í þokkabót ástfanginn af Emmu ...
Punktar ....................................................
Þessi skemmtilega fjölskyldumynd er að sjálfsögðu talsett á
íslensku og eru það þau Elva Ósk Ólafsdóttir, Margrét Eir Hönnu-
dóttir, Matthías Davíð Matthíasson, Orri Huginn Ágústsson, Hanna
María Karlsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Lára Sveinsdóttir,
Björgvin Franz Gíslason, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Ingi Þór
Þórhallsson og Guðjón Davíð Karlsson sem ljá persónunum raddir
sínar í leikstjórn Friðriks Sturlusonar.
l
Skrímslafjölskyldan
Teiknimynd
96
mín
Teiknimynd með íslensku tali Höfundar: Holger Tappe, David
Safier og Catharina Junk Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll,
Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó,
Skjaldborgarbíó, Króksbíó, Selfossbíó og Eyjabíó
Frumsýnd 1. september
Myndir mánaðarins
19