Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 18
Once Upon a Time in Venice
Voff, voff.
Þegar hundi Steves Ford er stolið ákveður hann að endurheimta hann hvað sem
tautar og raular og í gang fer viðburðarík og fyndin atburðarás sem gæti allt eins
kostað hann og bestu vini hans lífið. En hvað gerir maður ekki fyrir hundinn sinn?
Once Upon a Time in Venice er laufléttur grínhasar eftir Marc Cullen sem skrifaði einnig
handritið ásamt bróður sínum Robb, en þeir bræður hafa hingað til fyrst og fremst verið
þekktir fyrir að hafa skapað og skrifað fjölmarga vinsæla sjónvarpsþætti í gegnum árin eins
og t.d. Lucky, Gary the Rat, Heist, Back in the Game og núna síðast Mr. Robinson. Í myndinni
er það grínið sem er í fyrirrúmi en eftir að Steve kemst að því að eina leiðin fyrir hann til að
fá hundinn aftur er að ræna kókaínbirgðum frá stórhættulegum glæpamönnum fær hann
tvo bestu vini sína, þá Dave og John, í lið með sér og lætur svo óhræddur til skarar skríða ...
Punktar ............................................................................................
l Myndin er öll tekin upp þar sem hún gerist, þ.e.a.s. á og í kringum Venice-ströndina í Los
Angeles sem liggur á milli Santa Monica og aðalflugvallar borgarinnar.
Once Upon a Time in Venice
Grín / Hasar
90
mín
Aðalhlutverk: Bruce Willis, John Goodman, Jason Momoa,
Famke Janssen og Thomas Middleditch Leikstjórn: Mark
Cullen Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og
Keflavík
Frumsýnd 1. september
John Goodman og Bruce Willis í hlutverkum sínum í Once Upon a Time in Venice.
Hver hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna?
18
Eins og lesendur eru áreiðanlega farnir að kannast við þá
vitnum við stundum í vefinn awardcircuit.com þar sem
eigandinn og ritstjórinn Clayton Davis heldur úti stöðugt
uppfærðum spádómum um hvaða myndir, leikstjórar, leik-
arar, handritshöfundar o.s.frv. muni hljóta tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna á næsta ári. Þetta er auðvitað allt til gamans gert enda á eftir að frumsýna margar myndir á þeim fjórum
mánuðum sem eftir eru af árinu en spá Claytons gefur samt
ákveðna vísbendingu um orðróminn í Hollywood hverju sin ni
þar sem lífið snýst um kvikmyndir. Í þetta sinn ætlum við að
renna yfir stöðuna í spánni um hvaða fimm karlar og fimm
konur muni hljóta tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Karlar Konur
1. Gary Oldman fyrir hlutverk sitt sem Winston Churchill í mynd-
inni Darkest Hour eftir Joe Wright.
2. Daniel Day-Lewis fyrir hlutverk sitt sem klæðskeri í ónefndri
mynd eftir Paul Thomas Anderson.
3. Hugh Jackman fyrir hlutverk sitt sem P.T. Barnum í myndinni
The Greatest Showman eftir Michael Gracey.
4. Tom Hanks fyrir hlutverk sitt sem Ben Bradlee í myndinni The
Post eftir Steven Spielberg.
5. Matt Damon fyrir hlutverk sitt sem Paul Safranek í myndinni
Downsizing eftir Alexander Payne. 1. Annette Bening fyrir hlutverk sitt sem Gloria Grahame í mynd-
inni Film Stars Don’t Die in Liverpool eftir Paul McGuigan.
2. Jessica Chastain fyrir hlutverk sitt sem Molly Bloom í myndinni
Molly’s Game eftir Aaron Sorkin.
3. Meryl Streep fyrir hlutverk sitt sem Kay Graham í myndinni
The Post eftir Steven Spielberg.
4. Emma Stone fyrir hlutverk sitt sem Billie Jean King í myndinni
Battle of the Sexes eftir Jonathan Dayton og Valerie Faris.
5. Kate Winslet fyrir hlutverk sitt sem Ginny í myndinni Wonder
Wheel eftir Woody Allen.
Myndir mánaðarins