American Made
Sannar lygar
Oft er sagt að sannleikurinn geti verið ótrúlegri en skáldskapur og það sannast í myndinni American Made sem segir kostulega sögu flugmannsins , eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem Tom Cruise þykir leika af snilld .
Barrys Seal var flugmaður sem eftir að hafa flogið vélum flugfélagsins TWA frá 1966 til 1974 ákvað að söðla hressilega um og gerast stórtækur eiturlyfjasmyglari fyrir hinn stóra , kólumbíska Medellín-eiturlyfjahring þar sem hann tók m . a . við skipunum beint frá Pablo Escobar . Í hátt í tíu ár tókst Barry síðan að smygla ógrynni af kókaíni til Bandaríkjanna og efnaðist mjög enda fékk hann um hálfa milljón Bandaríkjadala fyrir hvert flug . Að því kom þó að hann var handtekinn og árið 1984 var hann dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þær smyglferðir sem sönnuðust á hann . Þá brá hann á það ráð að gerast uppljóstrari fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og það samstarf og sönnunargögnin sem Barry aflaði átti m . a . eftir að verða veigamikill þáttur í Iran-Contra-hneykslinu mikla sem skók bandarísk stjórnmál á níunda áratug síðustu aldar .
Þar með er sagan þó ekki öll sögð því Barry lumaði á sínu eigin einkatrompi í þeim blekkingarleik sem nú hófst – sem við segjum ekki nánar frá hér til að skemma ekki fléttuna og upplifunina fyrir þeim áhorfendum sem þekkja ekki sögu Barrys Seal til hlítar .
American Made Sannsögulegt
115 mín
Aðalhlutverk : Tom Cruise , Domhnall Gleeson , Sarah Wright , Caleb Landry Jones , Jayma Mays , Jesse Plemons , Lola Kirke og Lara Grice Leikstjórn : Doug Liman Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Egilshöll , Borgarbíó Akureyri , Selfossbíó , Eyjabíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Skjaldborgarbíó og Króksbíó
Tom Cruise þykir fara á miklum kostum í aðalhlutverki American Made , sem flugmaðurinn , smyglarinn og uppljóstrarinn Barry Seal . Hann er hér ásamt eiginkonu sinni , Lucy , sem Sarah Wright leikur .
Frumsýnd 1 . september Punktar .................................................... l Eins og kvikmyndaáhugafólk veit þá reynir Tom Cruise ávallt að leika í sínum eigin áhættuatriðum og má segja að í American Made sé hann á heimavelli hvað það varðar því hann er flugmaður í raun og hefur flug ávallt verið eitt af hans helstu áhugamálum . Hér fékk hann gott tækifæri til að sýna flugmannshæfni sína og nýtir það vel enda er hann sjálfur við stjórnvölinn í flestum flugatriðunum .
Barry Seal lagði sig margoft í mikla lífshættu á smyglferlinum og síðan í enn meiri hættu þegar hann gerðist uppljóstrari leyniþjónustunnar .
Veistu svarið ? American Made er þriðja sannsögulega bíómyndin sem Tom Cruise leikur í en þær fyrri voru myndin Valkyrie ( 2008 ) og mynd frá árinu 1989 , en fyrir leik í henni hlaut Tom Golden Globe-verðlaunin og var tilnefndur til Óskarsverðlauna . Hvaða mynd var það ?
Tom ráðfærir sig hér við leikstjóra myndarinnar , Doug Liman , fyrir töku á einu atriði myndarinnar , en Doug á m . a . að baki myndirnar Swingers , The Bourne Identity , Mr . & Mrs . Smith , Jumper og Fair Game auk vísindaskáldsögunnar Edge of Tomorrow sem Tom lék einnig aðalhlutverkið í .
20 Myndir mánaðarins
Born on the Fourth of July .