Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 31

Supervention 2 Supervention 2 Áhættan er þess virði Sjálfstætt framhald heimildarmyndarinnar Supervention frá árinu 2013 þar sem fylgst er með nokkrum skíða- og snjóbrettamönnum sem elska áhættu. Fyrri Supervention-myndin var frábær heimildarmynd í alla staði og það má alveg reikna með að þetta sjálfstæða framhald sé ekki síðra enda sami höfundur. Hér eru áhorfendur leiddir inn í veröld fólks sem hreint og beint lifir fyrir skíða- og snjóbrettaíþróttina. Við kynnumst bæði nýjum og gömlum hetjum í íþróttinni, fylgjumst með ungviðinu falla fyrir sportinu, skoðum hvað það er sem fær fólk til að fórna öllu til að komast upp í fjöllin ... og síðast en ekki síst sláumst við í för með þeim sem elska að taka áhættu í rosalegustu brekkum og hlíðum norskra fjalla. Allt er þetta kvikmyndað á þann hátt að áhorfendum finnist þeir raunverulega vera þátttakendur í spennunni og hraðanum sem fær adrenalínið til að flæða ... VOD 113 mín Með Anders Backe, Tiril Sjåstad Christiansen og Fredrik Evensen Höf.: Jan Petter Aarskog Útg.: Myndform Heimildarmynd 27. október Margot Robbie var hressileg að sjá þar sem hún sótti forsýningu myndarinnar Goodbye Christopher Robin í London 20. september, en hún leikur eitt aðalhlutverkið í henni. Spennið á ykkur festingarnar og skellið ykkur í brekkurnar í Supervention 2. Emma Stone brosti einnig sínu blíðasta þar sem hún mætti í viðtalsþátt Stephens Colbert í New York 19. september með bókina What Happened? eftir Hilary Clinton í farteskinu. Á meðan, þ.e. 19. september, var Ryan Gosling staddur í Madrid á Spáni, pollrólegur að vanda, til að vera viðstaddur forsýningu á Blade Runner 2049 og hitta aðdáendur. Myndir mánaðarins 31