Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 32

Vinsælustu leigumyndirnar 1 2 Stubbur stjóri Stubbur stjóri er 34. teiknimynd DreamWorks-kvikmyndarisans og er gerð af Tom McGrath, þeim sama og gerði Madagascar-mynd- irnar skemmtilegu. Hér segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í hvern þann slag sem býðst. En fyrst þarf hann ásamt sjö ára bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðung- um að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna, hvolpana, sem taka allt of mikið af athygli þeirra fullorðnu frá þeim. Teiknimynd 6 9 12 15 18 32 4 Guardians of the Galaxy Vol. 2 Baywatch Marvel-ævintýrið um varðmenn Vetrar- brautarinnar heldur hér áfram en þessi mynd gerist um tveimur til þremur mánuðum eftir atburðina í fyrri mynd- inni. Um leið og Peter Quill og hans teymi ferðast í gegnum kosmóið í leit að uppruna hans þurfa þau sem fyrr að takast á við áður óþekkta óvini og ógnir. Strandverðinum Mitch Buchannon líst ekkert á nýjan liðsmann teymis síns, Matt Brody, sem skartar tveimur gull- verðlaunum en virðist lítið annað hafa til brunns að bera. En þegar þeir Mitch og Matt komast á snoðir um lævísa tilraun til að sölsa undir sig ströndina neyðast þeir til að snúa bökum saman. Ævintýri 3 Gamanmynd Heiða Hjartasteinn Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðar- gersemi Svisslendinga og hefur oftar en tölu verður á komið verið gerð skil í bíó- myndum, sjónvarpsþáttum og teikni- myndum, en þessi nýjasta mynd um ævintýri þessarar brosmildu og snjöllu stúlku þykir slá allar aðrar kvikmyndaút- gáfur sögunnar út í gæðum. Einstök og eftirminnileg saga og verð- launamynd eftir Guðmund Arnar Guð- mundsson um tvo drengi, Kristján og Þór, sem búa í fámennu sjávarþorpi, og hvernig allt þróast og breytist í lífi þeirra þegar annar þeirra verður hrifinn af stúlku um leið og hinn uppgötvar að hann ber ástarhug til vinar síns. Fjölskyldumynd 5 Uppvaxtarsaga Eið urinn Life Logan Eiðurinn segir frá skurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi. Þegar hann uppgötvar að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann sinn ákveður Finnur að taka í taumana, stað- ráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Sex manna áhöfn alþjóðlegrar geim- stöðvar uppgötvar nýtt lífsform og um leið fyrsta lífið sem menn finna utan Jarðar. En gleðin og spennan yfir upp- götvuninni breytist í skelfingu þegar í ljós kemur að þetta litla lífssýni er ban- vænna en nokkuð annað sem menn hafa séð og um leið greindara. Þeir Logan og Charles Xavier, einnig þekktir sem Wolverine og prófessor X, hafa dregið sig í hlé frá skarkala um- heimsins og lifa nú rólegu lífi einhvers staðar við mexíkósku landamærin þar sem þeir reyna að láta lítið á sér bera. En þá birtist hin unga Laura Kinney, öðru nafni X-23, og þar með er friðurinn úti. 7 Spennumynd Tryllir 8 Ævintýri Vaiana Fast & Furious 8 Going in Style Vaiana er sextán ára gömul dóttir ættbálkshöfðingjans á eyjunni Motunui sem leggur upp í sannkallaða ævintýra- ferð ásamt hálfguðinum Maui í leit að dularfullri eyju, en þar á að búa máttur sem getur aflétt álögum sem annars gera út af við Motunui og þá um leið fjölskyldu og vini Vaiönu. Ef einhvern tíma er óhætt að lofa áhorfendum hasar þá er það í Fast and Furious-myndunum og er þessi áttunda mynd seríunnar engin undantekning frá þeirri reglu. Í henni stendur hasarinn reyndar nær Íslendingum en áður því eins og flestir vita eru nokkur af atriðum myndarinnar tekin upp hér á landi. Þegar þrír aldnir æskuvinir, þeir Al, Willie og Joe, standa skyndilega uppi með vonda fjárhagsstöðu ákveða þeir að bregðast við með því að ræna bankann sem sveik þá. En fyrst þurfa þeir að undirbúa sig. Skemmtileg gamanmynd með Michael Caine, Morgan Freeman og Alan Arkin í aðalhlutverkum. Teiknimynd 10 Hasar 11 Gamanmynd Fríða og dýrið The Circle K3 Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn forljóta skepnu eins og hann? Leikin og teiknuð Disney-mynd sem byggð er á teiknimyndinni vinsælu frá árinu 1991. The Circle er framtíðarsaga sem gerist í heimi þar sem allir geta fengið að vita allt um alla hvenær sem þeir vilja. Fyrir marga þýðir þetta að hver einasti ein- staklingur er í raun sviptur einkalífi sínu og frelsi og spurningin er hvort það sé gott eða slæmt fyrir heildina. Tom Hanks og Emma Watson í aðalhlutverkum. Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferðir um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að syngja á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, en þau eru mörg og margvísleg. Teiknimynd 13 Framtíðarsaga 14 Barnaefni The Lego Batman Movie Eye in the Sky Aulinn ég 2 Þeir sem vilja sjá fjölskylduvænar, litríkar, fyndnar, viðburðaríkar, hraðar og um- fram allt stórskemmtilegar myndir ættu alls ekki að láta Lego Batman-myndina fram hjá sér fara því hún uppfyllir einfaldlega allar þessar væntingar – og gott betur. Myndin er talsett á íslensku svo þau yngri geti notið hennar líka. Hörkuspennandi mynd um Katherine Powell sem með aðstoð dróna kemst á snoðir um yfirvofandi sjálfsmorðsárás tveggja manna í Kenía. En árás á þá mun fyrirsjáanlega kosta líf saklausra einstakl- inga og í gang fer gríðarlega spennandi atburðarás sem krefst þess að menn hugsi málin hratt og rökrétt. Gru og dætur hans lenda hér ásamt skósveinunum litlu og fyndnu í miklu ævintýri þegar stórhættulegur glæpon fer á stjá og breytir skósveinunum í óargadýr sem ráðast á alla. Til að bjarga þeim úr álögunum þarf Gru ekki bara að finna móteitur heldur ráða niðurlögum glæponsins í eitt skipti fyrir öll. 16 Kubbamynd Spennumynd 17 Teiknimynd Vikings Land of Mine Syngdu Fjórða sería Vikings-þáttaraðarinnar sem segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók og mönnum hans, en Ragnar telst hafa herjað fyrstur víkinga á Eng- land og Frakkland. Þættirnir hafa notið ómældra vinsælda allt frá því að byrjað var að sýna þá árið 2013. Hér heldur sagan áfram og kemur verulega á óvart. Land of Mine, sem á frummálinu heitir Under sandet, er afar áhrifamikil mynd, byggð á sönnum atburðum. Hún segir frá danska liðsforingjanum Carli Leopold Rasmussen sem falin er stjórn tólf þýskra stríðsfanga sem skipað er að fjarlægja 40 þúsund jarðsprengjur af strandlengj- unni vestur af Varde-héraði. Syngdu er nýjasta myndin frá teikni- myndafyrirtækinu Illumination sem stóð að baki myndunum um Gru og litlu gulu skósveinana. Eins og í þeim er það húmorinn sem er hér í fyrirrúmi en í myndinni er líka að finna mörg heims- fræg lög sem allir þekkja. Þetta er úrvalsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Víkingar Myndir mánaðarins 19 Sannsögulegt 20 Teiknimynd