Sniper : Ultimate Kill Eina lausnin er dauði
Skógarfjör Hvað eru dýrin að bralla ? Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr , bæði stór og smá , og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi .
Sniper : Ultimate Kill – Sleight
Sniper : Ultimate Kill Eina lausnin er dauði
Þegar eiturlyfjakóngurinn Jesús Morales ræður í sína þjónustu leyniskyttu sem gengur undir nafninu „ Djöfullinn “ ákveður bandaríska leyniþjónustan að fela þeim Kate Estrada og Brandon Beckett að finna hana og drepa .
Sniper : Ultimate Kill er glæný mynd og sjöunda Sniper-myndin til þessa en sú fyrsta kom út árið 1993 og var með Tom Berenger og Billy Zane í aðalhlutverkum . Þeir Tom og Billy eru hér mættir á ný í hlutverkum Thomasar Beckett og Richards Miller og eins og í síðustu mynd er það Chad Michael Collins sem leikur Brandon Beckett , son Thomasar , sem nú hefur tekið við keflinu og fer ásamt Kate í verkefnið . En Jesús og „ Djöfullinn “ vita vel að þau eru á leiðinni og hafa undirbúið sig af kostgæfni ...
Punktar ............................................................................................ l Sagan í Sniper : Ultimate Kill er sögð vera beint framhald síðustu myndar , Ghost Shooter , en allar myndirnar hafa boðið upp á spennu , hasar og óvæntar fléttur .
90 mín
Aðalhlutv .: Billy Zane , Chad Michael Collins og Danay Garcia Leikstjórn : Claudio Fäh Útgefandi : Sena
HASAR
VOD
26 . október
Billy Zane snýr aftur í Sniper : Ultimate Kill sem leyniskyttan Richard Miller .
Skógarfjör Hvað eru dýrin að bralla ? Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr , bæði stór og smá , og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi .
Skógarfjörs-þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda , en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við . Þættirnir , sem hafa verið sýndir á vinsælustu barnasjónvarpsstöðvunum , eiga það líka sameiginlegt að vera einstaklega jákvæðir , upplífgandi og saklausir en samt innihalda þeir hæfilega spennu fyrir yngstu áhorfendurna . Alls hafa verið gerðir 39 þættir og hér koma út þeir þrettán fyrstu .
30 Myndir mánaðarins
VOD
65 mín
Teiknimyndir um dýr sem taka upp á ýmsu óvenjulegu Leikstjórn : J . D . Dillard Útgefandi : Myndform
Barnaefni
27 . október