Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 29
Eiðurinn
Hvað sem það kann að kosta ...
Eiðurinn segir frá skurðlækninum Finni sem þykir skara fram
úr í starfi sínu. Þegar hann uppgötvar að dóttir hans er komin
í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem
nýja kærastann sinn ákveður Finnur að taka í taumana, stað-
ráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Bíómyndin Eiðurinn eftir Baltasar Kormák, sem leikur einnig aðal-
hlutverkið í henni, varð aðsóknarmesta mynd ársins 2016 í íslensk-
um kvikmyndahúsum og kemur nú loksins út á DVD-diski þann 26.
október. Segja má að þetta sé raunsætt drama sem þróast út í mikla
og harða baráttu með tilheyrandi spennu og óvæntri atburðarás
þar sem hlutirnir eru ekki alveg það sem þeir sýnast í fyrstu ...
Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni og leikur sjálfur aðalhlutverkið.
Eiðurinn
Punktar ....................................................
Drama / Spenna
Handrit myndarinnar er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Egilssonar
og er skrifað af honum og Baltasar Kormáki í sameiningu.
l
95
DVD
mín
Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Hera Hilmar, Gísli Örn Garðarsson,
Margrét Bjarnadóttir, Auður Aradóttir, Guðrún Sesselja Arnardóttir
Þorsteinn Bachmann og Ingvar Eggert Sigurðsson Leikstjórn:
Baltasar Kormákur Útgefandi: Sena
26. október
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var Baltasar innan handar við gerð
myndarinnar til að tryggja að allt sem snýr að læknisfræðinni væri rétt
með farið, en þeir Tómas og Baltasar eru gamlir skólafélagar úr MR.
Eitt atriði myndarinnar gerist svo einmitt á skurðstofu og ásamt Tóm-
asi lék starfsfólk af hjartadeild Landspítalans sjálft sig í því.
l
Eiðurinn var tilnefnd til 13 Edduverðlauna og hlaut þau fyrir tónlist,
hljóðhönnun, brellur, förðun, besta leik í aðalhlutverki kvenna (Hera
Hilmar) og besta leik í aukahlutverki karla (Gísli Örn Garðarsson).
l
l
Myndin var að mestu leyti tekin upp í Reykjavík.
Mynd: Lilja Jónsdóttir
Baltasar Kormákur ásamt Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni, Ingvari
E. Sigurðssyni sem fer með stórt hlutverk í myndinni, og starfsfólki á
hjartadeild Landspítalans sem lék sjálft sig í aukahlutverkum.
Mynd: mbl.is/Ómar Óskarsson
Gísli Örn Garðarsson leikur dópsalann Óttar sem er jafnframt unn-
usti dóttur skurðlæknisins Finns sem Baltasar Kormákur leikur.
Þeir tveir eiga eftir að takast hart á þegar sögunni vindur fram.
Reykjavík Rotterdam.
Veistu svarið?
Eiðurinn er fyrsta myndin sem Baltasar Kormákur
leikur aðalhlutverkið í síðan hann lék í mynd eftir
Óskar Jónasson árið 2008. Hvað heitir hún?
Myndir mánaðarins
29