Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 28
Baby Driver
Það er engin leið að hætta
Baby Driver er nýjasta mynd hins frumlega leikstjóra Edgars
Wright sem sló í gegn með myndum eins og Shaun of the
Dead, Hot Fuzz, The World’s End og Scott Pilgrim vs. the World.
Baby Driver segir frá ungum manni, Baby, sem gæddur er ótrú-
legum hæfileikum í akstri bifreiða, svo framarlega sem hann er
með einhverja góða tónlist í eyrunum. Vegna þessara hæfileika
hefur Baby flækst í slagtog með glæpagengi manns sem kallar sig
Doc og ekur nú flóttabíl gengisins í hinum ýmsu ránsferðum. En
þegar Baby verður ástfanginn af stúlku einni, Deboruh, ákveður
hann að hætta í glæpabransanum. Á það vill Doc ekki hlusta og
neyðir hann til að halda áfram því annars muni Deborah ekki lifa
lengi. Baby neyðist því til að grípa til sinna eigin ráða ...
Baby ásamt hluta af genginu, þeim Bats, Darling og Buddy
sem þau Jamie Foxx, Eiza González og Jon Hamm leika,
en foringi gengisins, Doc, er leikinn af Kevin Spacey.
Baby Driver
Punktar ....................................................
Spenna / Hasar
DVD
HHHHH - Empire HHHHH - Guardian HHHHH - N.Y. Post
HHHHH - Telegraph HHHHH - Chicago Sun-Times
HHHH 1/2 - E.W. HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Indiewire
HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - Rolling Stone
114
VOD
mín
Aðalhlutverk: Ansel Elgort, Lily James, Kevin Spacey, Jamie Foxx,
Jon Hamm, Jon Bernthal, Sky Ferreira og Eiza González Leikstjórn:
Edgar Wright Útgefandi: Sena
26. október
Baby Driver hefur hlotið frábæra dóma eins og sést á stjörnugjöf-
inni hér fyrir ofan en alls hafa 52 gagnrýnendur á Metacritic gefið
henni 8,6 í meðaleinkunn. Auk þess er myndin með 8,0 í einkunn á
Imdb.com og á Rotten Tomatoes er hún með 9,3 í einkunn frá 286
gagnrýnendum. Þar hafa enn fremur rúmlega 51 þúsund almennir
notendur gefið henni meðaleinkunnina 8,8.
l
Handrit Baby Driver er eftir Edgar Wright sjálfan og er um leið
fyrsta bíómyndahandritið sem hann skrifar alfarið sjálfur.
l
Fyrir utan frumlegan söguþráð inniheldur Baby Driver
frábær áhættuakstursatriði sem flestir hafa gaman af.
Veistu svarið?
Ansel Elgort þykir sýna frábæra takta í
aðalhlutverki Baby Driver, en hún er sjöunda
bíómyndin sem hann leikur í frá því að hann
vakti athygli í sinni fyrstu mynd árið 2013.
Hvaða mynd var það?
Þegar Baby verður ástfanginn af Deboruh, sem Lily James
leikur, ákveður hann (og hún) að tími sé til kominn að segja
skilið við glæpabransann. Það reynist hægara sagt en gert.
Carrie.
28
Myndir mánaðarins