Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 27
Hópurinn og sópurinn – The Crucifixion
Hópurinn og sópurinn
Er pláss fyrir alla?
Köttur glaðværrar nornar verður mjög fúll þegar hún leyfir hundi, fugli og
froski að ferðast með þeim á kústinum yfir fagurt landið og fjöllin blá.
Sagan um nornina glaðværu og þéttsetna kústinn hennar er
eftir þau Juliu Donaldson og Axel Scheffler, þau sömu og
sömdu bókina Spýtukarl og sögurnar um Greppikló og barn
hennar. Og eins og í þeim tilfellum er sagan um nornina og
kústinn sögð í skemmtilegu, lausbundnu máli.
Hér segir sem sagt frá norn einni sem veit fátt skemmtilegra
en að ferðast um loftin blá á töfrakústi ásamt bröndótta
kettinum sínum. Þegar hundur, fugl og froskur koma norninni til hjálpar í vanda
verðlaunar hún þau með því að leyfa þeim að sitja líka á kústinum, kettinum
bröndótta til mikillar mæðu, enda er plássið takmarkað ...
VOD
25
mín
Teiknimynd með íslensku tali Höfundar: Julia
Donaldson og Axel Scheffler Útgefandi: Myndform
Hópurinn og sópurinn er hreint út sagt frábær saga sem hefur hlotið fjölda verðlauna
og var myndin m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimynd ársins.
20. október
Barnaefni
The Crucifixion
Bænir munu ekki hjálpa
Þegar kaþólskur prestur er ákærður fyrir að verða ungri nunnu að bana
þegar hann var að reyna að særa úr henni illan anda ákveður rannsóknar-
blaðakonan Nicole Rawlins að reyna að komast að hinu sanna í málinu.
The Crucifixion er eftir leikstjórann Xavier Gens og er framleidd af sama teymi og
stóð að gerð myndanna The Conjuring og Annabelle. Við kynnumst hér ungri
blaðakonu, Nicole Rawlins, sem fær áhuga á dularfullu máli þar sem nunna hafði
látið lífið eftir særingar kaþólsks prests. Það sem Nicole vill komast að er hvort
nunnan hafi verið geðsjúk eða hvort hún hafi í raun verið haldin illum anda sem gaf
prestinum tilefni til særingarinnar. Til að afla sér vísbendinga heldur hún í klaustrið
þar sem særingin fór fram og þar verður hún vitni að ótrúlegum atburðum ...
Punktar ............................................................................................
l
The Crucifixion er að hluta til byggð á sönnum atburðum.
90
VOD
mín
Aðalhl.: Sophie Cookson, Corneliu Ulici og Brittany
Ashworth Leikstjórn: Xavier Gens Útg.: Myndform
Tryllir
27
Myndir mánaðarins
20. október
Myndir mánaðarins
27