Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 26

Bad Santa 2 Bráðum koma blessuð jólin Jólin nálgast og Willie Stokes er við sama heygarðshornið og áður yfir hátíðarnar þar sem hann safnar peningum fyrir bág- stadda en hirðir svo peninginn sjálfur. En Willie vill meira, enda gráðugur með endemum, og þegar hinn smávaxni félagi hans Marcus kemur með tillögu um að ræna vel stæð góðgerðar- samtök ákveður Willie að slá til ásamt móður sinni, Sunny. Það eru liðin fjórtán ár frá því fólk kynntist í fyrsta skipti hinum óforbetranlega smákrimma Willie Stokes í kvikmyndinni Bad Santa, en hún sló hressilega í gegn á sínum tíma, enda bráðfyndin þótt persóna Willies væri kannski ekki beint gott dæmi um jólaandann. Willie er nú væntanlegur aftur á skjái landsmanna, bæði á DVD-sniði og á VOD-leigunum, og í ljós mun koma að hann hefur nákvæmlega ekkert breyst og er sami sukkarinn og þjófurinn og áður. Eins og alltaf er hann á eftir auðfengnum peningum annarra og hver veit nema hann detti nú loksins í lukkupottinn – jafnvel á höfuðið ... Bad Santa 2 Á meðan ekkert annað býðst afla þau Willie, móðir hans Sunny og smávaxni félaginn Marcus tekna með því að safna fyrir bágstadda. Glæpagrín DVD VOD 87 mín Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Kathy Bates, Tony Cox, Christina Hendricks, Brett Kelly, Ryan Hansen og Jeff Skowron Leikstjórn: Mark Waters Útgefandi: Myndform 19. október Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Mark Waters sem á meðal annars að baki gamanmyndirnar Freaky Friday, Mean Girls og Just Like Heaven og ævintýramyndina og fantasíuna The Spiderwick Chronicles. l Brett Kelly, sem lék unga strákinn Thurman Merman í fyrri mynd- inni, snýr einnig aftur í þessari mynd og er enn fullur aðdáunar á jólasveininum Willie þótt hann sé orðinn 22 ára. Þess má geta að Brett þurfti að þyngja sig um 20 kíló til að passa inn í hlutverkið. l Þeim sem sáu ekki fyrri myndina eða vilja rifja hana upp má benda á að hún kom út á VOD-leigunum í nóvember í fyrra og gæti því enn verið fáanleg þar. l Willie þekkir ýmsar leiðir til að ná sér í uppáhaldsdrykkina sína ódýrt. Veistu svarið? Billy Bob Thornton er fjölhæfur leikari eins og allir vita sem með honum hafa fylgst, en hefur einnig bæði skrifað handrit og leikstýrt. Hann hlaut einmitt Óskarsverðlaunin fyrir handritið að sinni fyrstu mynd sem leikstjóri. Hver var hún? Brett Kelly snýr aftur sem Thurman Merman sem nú er orðinn 22 ára. Sling Blade. 26 Myndir mánaðarins