Sonur Stórfótar Teiknimynd
Sonur Stórfótar
Þekktu uppruna þinn
Adam er ósköp venjulegur strákur sem uppgötvar dag einn vísbendingar um hvað orðið hafi af föður hans sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum . Þessar vísbendingar verða til þess að Adam ákveður að stinga af út í skóg að leita að honum og þar kemst hann að því sér til ómældrar undrunar að faðir hans er enginn annar en þjóðsagnapersónan Stórfótur .
Bandaríska þjóðsagan um Stórfót hefur lengi lifað í minni manna og tekið á sig ýmsar myndir í gegnum aldirnar . Þessi tölvuteiknaða og afar skemmtilega teiknimynd er byggð í kringum þá sögu og gerir ekki bara ráð fyrir að Stórfótur sé til og faðir Adams heldur getur hann talað við öll dýrin í skóginum auk þess að búa yfir ýmsum öðrum hæfileikum . Eftir að hafa útskýrt fyrir Adam hver hann er og hvers vegna hann lét sig hverfa kemur í ljós að Adam getur líka talað við dýrin og ekki nóg með það því hann hefur einnig erft alla aðra hæfileika föður síns og á fyrir höndum að verða eins og hann ....
Punktar ....................................................
l Sonur Stórfótar er ákaflega fyndin , fjörug og vel gerð fjölskyldumynd og að sjálfsögðu talsett á íslensku . Það eru þau Hálfdán Helgi Matthíasson , Orri Huginn Ágústsson , Hjálmar Hjálmarsson , Steinn Ármann Magnússon , Vaka Vigfúsdóttir , Þórhallur Sigurðsson ( Laddi ), Magnús Ólafsson , Tinna Hrafnsdóttir , Sigríður Eyrún Friðriksdóttir , Ævar Þór Benediktsson , Rúnar Freyr Gíslason og Albert Steinþórsson sem tala fyrir persónurnar en leikstjóri var Tómas Freyr Hjaltason .
Sonur Stórfótar Teiknimynd
DVD
VOD 92 mín
Teiknimynd með íslensku tali Höfundar : Jeremy Degruson , Ben Stassen , Bob Barlen og Cal Brunker Útgefandi : Myndform
30 . nóvember
Myndir mánaðarins 31