Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 30

Fast Shot & Furious Caller 8 Allt sem þú gerir hefur afleiðingar Jacob Harlon er hamingjusamur fjölskyldumaður sem gengið hefur vel í viðskiptum og á nú allt til alls. Kvöld eitt gerir hann þau mistök að aka drukkinn en þeirri ökuferð lýkur með því að vinur hans sem var með honum í bílnum deyr. Jacob fær á sig dóm fyrir manndráp og er vistaður í öryggisfangelsi þar sem hann verður um síðir að allt öðrum manni en hann var. Shot Caller er gríðarlega áleitin, áhrifamikil og spennandi mynd sem að grunni til fjallar um hvernig vistun í öryggisfangelsum í Banda- ríkjunum getur breytt lífi fanga til hins verra í stað þess að bæta það. Ekki það að Jacob verði skyndilega að vondum manni heldur neyða aðstæður hans í fangelsinu hann til að taka afstöðu með – og þá um leið á móti – einhverri af glæpaklíkunum sem berjast þar um völdin því annars verður hann einfaldlega drepinn. Þetta verður ekki bara til þess að dómurinn yfir honum lengist heldur gerir þetta honum ókleift að hefja aftur eðlilegt líf eftir að hann sleppur loksins út ... Nikolaj Coster-Waldau leikur Jacob sem lendir strax á milli steins og sleggju í fangelsinu og neyðist til að taka afstöðu ef hann vill lifa af. Shot Caller Punktar .................................................... Spennumynd DVD HHH 1/2 - New York Observer HHH 1/2 - Village Voice HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - The Hollywood Reporter 121 VOD mín Aðalhlutverk: Nikolaj Coster-Waldau, Jon Bernthal, Lake Bell, Holt McCallany, Omari Hardwick, Benjamin Bratt, Jeffrey Donovan, Michael Landes, Emory Cohen og Jessy Schram Leikstjórn: Ric Roman Waugh Útgefandi: Myndform 30. nóvember Leikstjóri myndarinnar, Ric Roman Waugh, gerði hinar þrælgóðu myndir Felon árið 2008 og Snitch árið 2013, og skrifaði einnig handrit þeirra beggja eins og hann gerir í Shot Caller. Eins og Felon gerist Shot Caller að stórum hluta í öryggisfangelsi og hefur Ric Roman verið hrósað mjög fyrir hversu vel og ítarlega hann hefur kynnt sér lífið innan veggja og rimla og hversu sannferðug sviðsetningin er. l Shot Caller þykir frábærlega vel leikin, ekki síst af danska leikar- anum Nikolaj Coster-Waldau sem lagði á sig gríðarlega vinnu og erfiði til að breyta sér úr fjölskyldumanninum Jacobi sem hafði aldrei lent í átökum í hinn vöðvastælta „Money“, eins og viðurnefni hans verður í fangelsinu. Kíkið á magnaða stikluna úr myndinni. l Shot Caller er m.a. ákaflega trúverðug lýsing á lífinu innan veggja og rimla öryggisfangelsa í Bandaríkjunum. Veistu svarið? Eins og aðdáendur Game of Thrones vita hefur Nikolaj Coster-Waldau leikið í seríunni meira og minna frá upphafi. Hvaða persónu? Leikstjórinn Ric Roman Waugh ásamt Lake Bell sem leikur eiginkonu Jacobs og Nikolaj Coster-Waldau á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles þar sem Shot Caller var frumsýnd 17. júní við mjög góðar viðtökur. Jaime Lannister. 30 Myndir mánaðarins