Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 29

The Dark Tower
Turninn má ekki falla
Kvikmyndin The Dark Tower er byggð á geysivinsælli bókaseríu eftir rithöfundinn kunna , Stephen King , sem aftur sótti innblásturinn að sögunum í ljóð Roberts Browning , Childe Roland to the Dark Tower Came , Hringadróttinssögu Tolkiens og spaghettívestra Sergios Leone , auk þess að sækja ýmislegt í þjóðsögurnar um Artúr konung og riddara hringborðsins .
The Dark Tower er viðamikið ævintýri um leit síðasta „ byssumannsins “ Rolands Deschain að „ Myrka turninum “ en það hugtak lýsir bæði raunverulegum turni og er jafnframt myndlíking , en turninn er ekki bara bygging heldur einnig hjartað og miðjan í þeirri veröld ( eða veröldum ) sem sagan gerist í . Falli þessi turn , falla allar veraldir að okkar veröld meðtalinni , og það er einmitt það sem byssumaðurinn vill koma í veg fyrir . Til þess þarf hann að tortíma „ manninum í svörtu “ sem leitar einnig Myrka turnsins til að eyðileggja hann svo hið illa ( eða dauðinn ) öðlist öll völd til eilífðar .
The Dark Tower Ævintýri
DVD
VOD 95 mín
Aðalhlutverk : Idris Elba , Matthew McConaughey , Tom Taylor , Katheryn Winnick , Jackie Earle Haley , Abbey Lee , Michael Barbieri og Dennis Haysbert Leikstjórn : Nikolaj Arcel Útgefandi : Sena
30 . nóvember
Matthew McConaughey leikur manninn í svörtu , útsendara hins illa og erkióvin Rolands Deschain ( Idris Elba ), sem reynir að koma í veg fyrir að sá svartklæddi nái að finna og fella Myrka turninn og þar með allar veraldir alheims – þar með talið okkar .
Punktar .................................................... l The Dark Tower-serían telur átta bækur og kom sú fyrsta , The Gunslinger , út árið 1982 . Önnur , bókin , The Drawing of the Three , kom svo út árið 1987 og síðan bækurnar The Waste Lands árið 1991 , Wizard and Glass árið 1997 , Wolves of the Calla árið 2003 , Song of Susannah og The Dark Tower árið 2004 og síðan bókin The Wind Through the Keyhole árið 2012 . Þess utan má finna margar tilvísanir í sögusvið seríunnar í öðrum bókum Stephens King auk teiknimyndablaða . Þeim sem hafa ekki lesið þessar sögur en langar að kynna sér þær betur er bent á að skoða heimasíðuna stephenking . com / darktower . Þess ber þó að geta að sagan í myndinni er sjálfstæð þótt hún sé byggð á bókaseríunni .
Tom Taylor leikur hinn unga Jake Chambers sem dregst inn í atburðarásina , fyrst sem áhorfandi en síðan sem þátttakandi .
Veistu svarið ? Leikstjóri The Dark Tower er Daninn Nikolaj Arcel , en síðasta mynd hans sópaði til sín dönsku kvikmyndaverðlaununum og var tilnefnd til bæði Golden Globe- og Óskarsverðlauna 2013 sem besta erlenda myndin . Um hvaða mynd er að ræða ?
En kongelig affære .
Myndir mánaðarins 29