Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 28

Maudie – Mæja býfluga Maudie Lífið sjálft er mesta listaverkið Sönn saga eins þekktasta listmálara Kanada, Maud Lewis, sem heillaði landa sína með litríkum náttúru- og dýramyndum sem hún seldi fyrir framan litla húsið sem hún bjó í ásamt eiginmanni sínum í bænum Digby í Nova Scotia. Maud, eða Maudie eins og hún var ætíð kölluð, fæddist árið 1903 og lést árið 1970, 67 ára að aldri. Frá unglingsaldri stríddi hún við slæma gigt sem gerði henni erfitt um gang en aftraði henni ekki frá því að mála myndir af því sem í kringum hana var hverju sinni. Lífshlaup hennar er stórmerkilegt og þá ekki síður lífshlaup eiginmannsins Everetts. Við hvetjum alla unnendur góðra mynda að sjá þessa. Punktar ............................................................................................ HHHHH - Boston Globe HHHHH - New York Observer HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - Washington Post HHHH - Los Angeles Times HHHH - Empire HHHH - Time Out Maudie hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fjölda verð- launa á ýmsum kvikmyndahátíðum. l Litla einsherbergis húsið sem þau Maudie og Everett bjuggu í og Maudie málaði flestar myndir sínar í er varðveitt óbreytt á listasafninu í Halifax í Nova Scotia. Fyrir gerð myndarinnar var smíðuð nákvæm eftirlíking af því og innviðum þess. l 115 VOD mín Aðalhlutv.: Sally Hawkins, Ethan Hawke og Kari Match- ett Leikstjórn: Aisling Walsh Útgefandi: Sena Sannsögulegt 23. nóvember Eftir að Maudie dó bjó Everett í níu ár í húsinu en hann var myrtur árið 1979 af manni sem braust inn í það. l Sally Hawkins og Ethan Hawke leika hjónin Maud og Everett Lewis í Maudie. Mæja býfluga Átta skemmtilegar sögur úr undraveröld Mæju býflugu Mæja býfluga er svo forvitin að hún flutti úr býflugnabúinu sínu til að geta skoðað allan heiminn með bestu vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max. Mæja býfluga elskar frelsið og býr nú í rjóðri þar sem hún flýgur á milli sveppahatt- anna, lendir í alls konar ævintýrum ásamt vinum sínum, uppgötvar nýja hluti á hverjum degi og hvílir sig á næturnar í blómunum undir berum næturhimni. Á þessari útgáfu sem kemur út á VOD-leigunum er að finna átta nýjar teiknimyndir sem byggðar eru á hinum skemmtilegu sögum Þjóðverjans Waldemars Bonsels um Mæju, vini hennar og ævintýri þeirra, en þær komu fyrst út árið 1912 og hafa æ síðan notið mikilla vinsælda á meðal yngri kynslóðarinnar um allan heim. VOD 96 mín Teiknimynd með íslensku tali um Mæju býflugu og vini hennar Útgefandi: Myndform BARNAEFNI 28 Myndir mánaðarins 24. nóvember