Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 26

Tashi – Beside Bowie: The Mick Ronson Story Tashi Í ævintýraheimum getur allt gerst Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannköll- uðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst. Teiknimyndaþættirnir um Tashi og frænda hans, hinn hug- myndaríka Jack sem heimsækir Tashi oft og tíðum, hafa notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum enda litríkir og viðburða- ríkir svo af ber auk þess sem húmorinn er í hávegum hafður. Þættirnir eru um tólf mínútur að lengd hver og segja frá þeim ótrúlegu ævintýrum sem þeir frændur lenda í, en í þeim þurfa þeir oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ... Punktar ........................................................................................... Þessi útgáfa inniheldur þætti 32 til 38 í teiknimyndaseríunni um Tashi og frænda hans, en allir fyrri þættirnir ættu enn að vera fáanlegir á VOD-leigunum. l VOD 87 mín Teiknimynd með íslensku tali um Tashi og frænda hans Jack Útgefandi: Myndform Barnaefni 17. nóvember Þeir Tashi og Jack vita aldrei fyrirfram í hverju þeir lenda þann daginn! Beside Bowie: The Mick Ronson Story Maðurinn sem skapaði sándið Heimildarmynd um Mick Ronson sem átti stóran þátt í að skapa gítar- sándið sem einkenndi glamrokk-tímabilið á ferli Davids Bowie, en Mick var gítarleikari sviðshljómsveitar Bowies, The Spiders From Mars. Mick Ronson fæddist í maí árið 1946 í Hull í Bretlandi og lést langt um aldur fram vegna krabbameins í lifur, aðeins 46 ára gamall árið 1993. Hann var fæddur með tónlistina í blóðinu, spilaði snemma á flest hljóðfæri, samdi lög, útsetti og var snjall upptökustjóri. Hann spilaði með ýmsum lókal-hljómsveitum á sínum yngri árum sem urðu misvinsælar en eftir misheppnaðar tilraunir til að meika það í London sneri hann aftur til Hull í janúar árið 1970 og fékk vinnu hjá borginni. Þar fann félagi hans, John Cambridge, hann og bauð honum að ganga til liðs við sviðshljómsveit Bowies í febrúar 1970 og þar með hófst ferill hans fyrir alvöru. Mick átti síðan eftir að vinna með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum átt- unda áratugarins, svo sem Bob Dylan, Elton John, Lou Reed og mörgum fleiri allt þar til hann veiktist af mein- inu sem dró hann til dauða. VOD 102 mín Heimildarmynd eftir Jon Brewer og Scott Rowley Útgefandi: Sena Heimildarmynd 26 Myndir mánaðarins 23. nóvember Í myndinni er farið yfir feril Micks, bæði sem sólólista- manns og sem aðstoðar- manns annarra og rætt við fjölda fólks sem þekkti hann vel. Á meðal þekktra lista- manna sem koma við sögu í myndinni eru að David Bowie frátöldum m.a. Roger Taylor, Rick Wakeman, Lou Reed, Mick Rock, Lulu, Ian Hunter og Dana Gillespie.