Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 25
Jimmy Vestvood: Amerikan Hero
Jimmy Vestvood: Amerikan Hero
Þar sem allir geta orðið hetjur
Írani einn verður frá sér numinn af gleði þegar hann vinnur grænakorts-
lottóið og heldur þegar af stað til Bandaríkjanna, staðráðinn í að verða
hetja, en flækist svo inn í áætlun um að starta þriðju heimsstyrjöldinni.
Ef þú ert að leita þér að skemmtilegri gamanmynd með mátulega flippuðum
húmor þá er Jimmy Vestvood: Amerikan Hero mjög líklega fyrir þig, en Jimmy
Vestvood hefur verið lýst sem írönsku útgáfunni af Jacques Clouseau sem Peter
Sellers gerði ódauðlegan á sínum tíma. Eftir að Jimmy kemur til Bandaríkjanna
kemur hann sér fyrir og hefur síðan störf sem öryggisvörður á markaði. Bráðlega
vekur hann hins vegar eftirtekt manna sem leiða hann inn á kolrangar brautir ...
Punktar ............................................................................................
Sá sem leikur aðalhlutverkið, Maz Jobrani, er einnig höfundur sögunnar, en hann
er einn af þekktustu grínistum Írans og nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
l
84
VOD
mín
Aðalhlutv.: Maz Jobrani, John Heard og Sheila Vand
Leikstjórn: Jonathan Kesselman Útgef.: Myndform
Gamanmynd
17. nóvember
Justin Timberlake tók sig til og fótóbombaði
Kate Winslet þar sem þau voru stödd í New
York til að vera viðstödd frumsýningu á
myndinni Wonder Wheel eftir Woody Allen.
Gerard Butler var mættur til Hollywood 16.
október til að fylgja úr hlaði myndinni Geo-
storm sem var forsýnd þann dag. Áður gaf hann
sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku.
Á sama tíma var Kristen Stewart hins vegar
mætt á ráðstefnu kvenna í Hollywood sem
tímaritið Elle stendur fyrir árlega og var öðru-
vísi í klæðaburði en hún er vön að vera.
Myndir mánaðarins
25