Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 24

The Vault – Cruel and Unusual The Vault Sumar fjárhirslur eru ekki fjárhirslur Til að bjarga bróður sínum ákveða systurnar Vee og Leah að fremja banka- rán. Vandamálið er að bankinn sem þær ræna er enginn venjulegur banki. The Vault byrjar sem spennumynd en þróast fljótlega út í hrollvekjandi trylli þegar systurnar Vee og Leah fara ásamt samstarfsmönnum sínum niður í kjallara bankans og opna þar rammgerðar fjárhirslurnar. Um leið leysa þær nefnilega úr læðingi verur sem líta út fyrir að vera fólk – þangað til þær koma nær! Myndin er eftir Dan Bush sem gerði m.a. myndina The Reconstruction of William Zero og bæði skrifaði og leikstýrði vísindahrollvekjunni The Signal árið 2007. Punktar ............................................................................................ HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH - Empire Eins og nafnið bendir til þá er önnur aðalleikkonan í þessari mynd, Francesca Eastwood, dóttir Clints Eastwood en móðir hennar er leikkonan Frances Fisher. l 91 VOD mín Aðalhlutv.: James Franco, Taryn Manning og Francesca Eastwood Leikstjórn: Dan Bush Útgefandi: Sena Tryllir 16. nóvember Taryn Manning leikur bankaræningjann Vee og James Franco leikur bankastjórann. Cruel and Unusual Þremenningarnir í Angola-fangelsinu Fangarnir Robert King, Albert Woodfox og Herman Wallace voru í apríl árið 1976 settir í einangrun fyrir að myrða fangavörð og eru í dag þeir menn sem hafa þurft að þola lengstu einangrunarvist sem vitað er um. Allt frá því að þeir Robert, Alfred og Herman voru settir í einangrun hófu fjöl- skyldur þeirra og vinir baráttu fyrir endurupptöku málsins og hefur það allar götur síðan verið rifjað upp reglulega enda þótti málareksturinn á hendur þeim og sannanirnar aldrei á traustum grunni byggðar. Allir höfðu þeir verið dæmdir í fangelsi fyrir vopnuð rán árið 1971 og áttu það líka sameiginlegt að hafa verið í samtökum Svörtu pardusanna sem margir litu á sem hryðjuverkasamtök. Í þessari heimildarmynd Vadims Jean er farið yfir mál þremenninganna frá upp- hafi til enda en um endinn upplýsum við ekki að öðru leyti en því að tveir þeirra eru enn á lífi. Þeir forvitnustu geta upp á eigin spýtur lesið um málið á netinu. VOD 102 mín Heimildarmynd eftir Vadim Jean Útgefandi: Sena Heimildarmynd 24 Myndir mánaðarins 16. nóvember