Ég man þig
Þau voru aldrei ein
Ung hjón , Katrín og Garðar , koma ásamt vinkonu sinni til Hesteyrar þar sem hjónin hafa fest kaup á hrörlegu húsi sem þau hyggjast gera upp og breyta í gistiheimili . En brátt gerast dularfullir atburðir sem eiga eftir að breyta öllum áætlunum .
Ég man þig er nýjasta mynd leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar sem gerði m . a . hina hörkugóðu Svartur á leik árið 2012 . Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur sem án vafa er ein besta spennusaga íslensks rithöfundar frá upphafi enda hefur hún notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og erlendis síðan hún kom út árið 2010 og hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál .
Í raun er sagan tvískipt . Annars vegar fylgjumst við með hjónunum ungu á Hesteyri og hins vegar kynnumst við lækninum Frey sem flutti til Ísafjarðar eftir að sonur hans hafði horfið sporlaust . Þegar hann dregst inn í rannsókn á sjálfsmorði gamallar konu kemst hann að því að á milli hinnar látnu og sonar hans var einhver tenging ...
Ég man þig naut mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum í vor , fékk góða dóma og kemur nú út á DVD-diski og VOD-leigunum 16 . nóvember .
Ég man þig Draugatryllir
DVD VOD
100 mín
Aðalhlutverk : Sara Dögg Ásgeirsdóttir , Jóhannes Haukur Jóhannesson , Þorvaldur Davíð Kristjánsson , Ágústa Eva Erlendsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir Leikstjórn : Óskar Þór Axelsson Útgefandi : Sena
Það líður ekki á löngu frá því að þau Katrín og Garðar koma til Hesteyrar að dularfullir atburðir byrja að trufla áætlanir þeirra .
16 . nóvember Punktar ....................................................
l Handrit myndarinnar er eftir leikstjórann Óskar Þór Axelsson og Ottó Geir Borg og fóru tökur fram að mestu þar sem sagan gerist , þ . e . á eyðistaðnum Hesteyri í Jökulfjörðum , á Ísafirði og í Grindavík .
l Aðalframleiðendur Ég man þig eru þeir Skúli Fr . Malmquist , Sigurjón Sighvatsson og Þór Sigurjónsson fyrir Zik Zak-kvikmyndir og er myndin sú dýrasta sem fyrirtækið hefur framleitt til þessa .
l Kíkið endilega á Facebook-síðu Ég man þig þar sem finna má nánari upplýsingar um myndina og aðstandendur og skoða nýjustu stikluna .
Aðalleikararnir í Ég man þig ásamt Óskari Þór Axelssyni leikstjóra og Yrsu Sigurðardóttur , höfundi bókarinnar sem myndin er gerð eftir . Frá vinstri : Sara Dögg Ásgeirsdóttir , Jóhannes Haukur Jóhannesson , Þorvaldur Davíð Kristjánsson , Ágústa Eva Erlendsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir .
Ljósmynd : Eydís Björk Guðmundsdóttir
Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur lækninn Frey sem dregst inn í rannsókn á láti eldri konu og uppgötvar að þar er ekki allt sem sýnist .
22 Myndir mánaðarins