Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 21
Aulinn ég 3
Ber er hver að baki – nema ...
Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi eftir að þau klúðra
mikilvægu verkefni og skósveinarnir ákveða að yfirgefa Gru
vegna skorts hans á glæpsamlegu innræti ákveða þau Lucy að
gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi
fósturdætranna. En þá uppgötvar Gru að hann á tvíburabróður.
Aulinn ég-myndirnar tvær og myndin um litlu gulu skósveinana eru
á meðal fyndnustu teiknimynda síðari ára að margra mati, enda hafa
þær notið gríðarlegra vinsælda. Hér er svo komin þriðja myndin um
fyrrverandi glæpamanninn Gru, fjölskyldu hans og skósveinana
gulu sem lenda nú í enn einu ævintýrinu þegar Gru uppgötvar að
hann á tvíburabróður sem vill endilega að hann taki upp fyrri iðju.
Þetta er mynd sem enginn húmoristi má láta fram hjá sér fara!
Aulinn ég 3
Teiknimynd
DVD
90
mín
Íslensk talsetning: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Orri Huginn Ágústsson,
Halldóra Geirharðsdóttir, Vaka Vigfúsdóttir, Agla Bríet Einarsdóttir,
Margrét Friðriksdóttir, Laddi, Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar
Hjálmarsson, Salka Sól Eyfeld, Hálfdán Helgi Matthíasson, Erla Rut
Harðardóttir og fleiri Leikstjórn: Hjálmar Hjálmarsson
Útgefandi: Myndform
16. nóvember
Myndir mánaðarins
21