Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 27

Dark Crimes – Rotti ræningi Allir glæpir segja sína sögu Jim Carrey leikur hér rannsóknarlögreglumanninn Tadek sem við rannsókn á morði pólsks viðskiptamanns tekur sterklega að gruna rithöfundinn Kozlov um að hafa framið það. En þrátt fyrir fjölda vísbendinga og sönnun- argagna á Tadek í erfiðleikum með að sanna sekt Kozlovs á óyggjandi hátt auk þess sem hann uppgötvar að á bak við málið allt er enn skelfilegri saga. Það er best að taka það fram strax að þeir sem halda að Jim Carrey sýni hér gamal- kunna gríntakta hafa rangt fyrir sér enda er persóna hans í myndinni, lögreglu- maðurinn Tadek og saga hans, eins alvarleg og búast má við af manni í hans stöðu. Þrátt fyrir að allt bendi til þess að Kozlov hafi myrt manninn vantar Tadek enn nokkur púsl í gátuna til að geta sannfært dómstóla um sekt hans og má segja að leit hans að þeim púslum leiði hann á slóð sem kemur öllum í opna skjöldu ... Punktar .................................................................. Handrit myndarinnar er eftir Jeremy Brock sem skrifaði m.a. handrit mynda eins og Mrs Brown, Charlotte Gray, The Last King of Scotland, Brideshead Revisited, I Am Slave og Diana and I. l Sagan sækir innblásturinn í blaða- grein Davids Grann sem birtist í The New Yorker 11. febrúar 2008 og sagði sanna sögu pólska rithöfundarins Krystians Bala sem var handtekinn fyrir morð á pólskum manni, Dariuszi Janiszewski, árið 2000. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst pólsku lögreglunni ekki að sanna morðið á hann fyrr en nokkrum árum síðar þegar Krystians gaf út bók þar sem hann lýsti morðinu í smáatriðum. l 109 VOD mín Aðalhlutverk: Jim Carrey, Marton Csokas, Charlotte Gainsbourg og Kati Outinen Leikstj.: Alexandros Avranas Útg.: Myndform Morðgáta 29. nóvember Lögreglumaðurinn Tadek (JimCarrey) yfirheyrir hér rithöfundinn Kozlov (Marton Csokas) sem Tadek grunar að sé morðingi. Rotti ræningi Teiknimyndin um Rotta ræningja er eftir Jeroen Jaspaert sem gerði m.a. teiknimyndina bráðskemmtilegu, Spýtukarl (Stick Man), sem kom út 2017, en sagan í myndinni er eftir þau Juliu Donaldson og Axel Scheffler sem skrifuðu einnig sögurnar um spýtukarlinn og Greppikló (The Gruffalo). Rotti er sjálfumglöð rotta sem þeysir um sveitirnar á hestinum sínum og rænir mat frá öðrum dýrum sem þora ekki öðru en að láta að vilja hans svo hann meiði þau ekki með hárbeittu sverði sínu. Þar sem Rotti borðar allt nema gras og kál (sem hann rænir samt og gefur hestinum sínum) tekur hann brátt að fitna á kostnað annarra dýra í sveitinni sem svelta vegna græðgi hans. En Rotta er alveg sama um það ... allt þar til hann fer að lokum yfir strikið og neyðist til hugsa sinn gang ... Punktar .................................................................. Rotti ræningi, sem á ensku nefnist The Highway Rat, hlaut áhorfendaverðlaun barna á aldrinum 3 til 6 ára á Alþjóðlegu barnamyndhátíðinni í New York í fyrra. l VOD 25 mín Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform Teiknimynd 29. nóvember Myndir mánaðarins 27